Ægir - 15.12.1964, Qupperneq 10
396
Æ GIR
hvalir fengust á bát, bæði í veiði Norð-
manna og síðar.
Eins og fyrr segir jókst aflinn nokkuð
vegna tilfærslu á hin nýju veiðisvæði við
Austurland.
Eftir það fer að halla undan fæti; þó
jókst veiðin nokkuð á árunum 1907—1909
vegna fjölgunar bátanna, en endalokin
urðu samt ekki umflúin. Árið 1912 stund-
uðu enn 20 bátar veiðarnar, en aflinn á
bát var þá kominn niður í 8 hvali, miðað
við 19 hvali árið áður og 43 hvali árið
1902. Samtímis þessu virðast menn láta
sér nægja „óæðri“ tegundir, sem m.a.
kemur fram í því, að um aldamótin
fékkst 41 lýsistunna úr hverjum hval að
meðaltali, en seinasta árið, sem veiðarnar
voru stundaðar, fengust einungis 32 tunn-
ur úr hval að jafnaði.
Það er greinilegt að árin 1910, 1911 og
1912 marka tímamót í sögu veiðanna. Ár-
ið 1910 féll veiðin niður í 20 hvali á bát
miðað við 32 hvali árið áður. Árið 1911
fækkaði bátum hinsvegar niður í 22 mið-
að við 32 árið á undan og tókst því að
halda líkum afla á bát, eða 19 hvölum.
Vonuðu menn því að fækkun bátanna
myndi stemma stigu við frekari rýrnun
stofnsins og þraukuðu áfram, því árið
1912 stunduðu ennþá 20 bátar veiðarnar,
en það ár féll heildaraflinn niður í 152
hvali úr 428 árið áður og varð veiðin að-
ins 8 hvalir á bát. Það var nú orðið ein-
sætt um endalokin.
Alþingi setti lög er bannaði allar hval-
veiðar á íslandi eftir árið 1915, en veið-
arnar hefðu sennilega hætt af sjálfu sér,
því þær voru orðnar óarðbærar.
Ég held að hvalveiðar Norðmanna við
ísland séu eitt skýrasta dæmi um rán-
yrkju á Íslandsmiðum sem við þekkjum,
en því miður eru hin líffræðilegu gögn af
það skornum skammti að frekari bolla-
leggingar og útreikningar em vafasamir.
Árið 1935 hófust hvalveiðar aftur hér
við land og var hvalstöðin staðsett í
Tálknafirði. Veiðarnar stunduðu 2—3
bátar og var þeim haldið áfram til ársins
1. mynd. Heildarhvalveiöin viö ísland á ár-
unum 1883—1964.