Ægir

Volume

Ægir - 15.12.1964, Page 55

Ægir - 15.12.1964, Page 55
441 ÆGIR ar inn í barkaendann. Síldinni er hleypt út úr sogleiðslunni fyrir framan lofttæmi- dæluna með sérstökum skiptiventli (ex- changer). Hann er í sex hólfum, og snýst um 12 snúninga á mínútu. Aðalhlutar tækjanna eru því sogbarkar, skiptiventill og lofttæmidæla og fara afköstin eftir hæðinni, sem dæla þarf, lengd barkanna og gerð og stærð lofttæmidælunnar, þ.e. hversu mikilli loftþynningu hún nær. — Gera verður kröfur til loftþynningar, sem nemur 15 til 25 þumlungum kvikasilfurs, eða nálega 50 til 75% loftþynningar eftir því, hversu hátt og langt þarf að dæla. Við snúning ventilsins flytzt þynningin yfir á sogbarkahlið hans og leitar þá síldin inn í barkana og upp í skiptiventil- inn, en við snúninginn tæmast hólfin aft- ur af síld og gleypa loft. Mest afköst nást, ef um 20% af vatni er látið renna með síldinni, en jafnan er auk þess nokkuð loft á ferðinni. Vatnið og loftið hríslast um síldina, sem við það leggst í straumstefnuna og veitir þá til- tölulega lítið viðnám. Vatnið hjálpar auk þess til að örva rennsli síldarinnar að stútnum, en er ekki nauðsynlegt við dæl- inguna. Úr skiptiventlinum fellur síldin á vatnsskilju, þar sem vatnið hripar af henni. Áreynsla á fiskinn er mjög lítil við notkun þessarar aðferðar, enda kom það í ljós við tilraunirnar, að skemmdir á síld- inni við losun úr fiskiskipunum voru sáralitlar, ef frá er talið smávægilegt hreisturstap. Ókostir við þessa aðferð, eins og við aðrar undirþrýstingsaðferðir, eru að lyfti- hæðin og vegalengdin, sem hægt er að flytja síldina, eru takmarkaðar, auk þess sem dælan þrýstir ekkert frá sér. IV. ÁkvörSun um tilrannir, og búnaSur m.s. Þyrils. Þegar síld er mikil og almenn, er það fyrst og fremst burðarmagn veiðiskip- anna, sem takmarkar afköstin. Flutninga- skip, sem tekur síldina á miðunum, getur þá stóraukið það aflamagn, sem að landi berst. Hagur fiskiskipa fer að miklu leyti eftir því, hversu miklar líkur eru fyrir því, að afli fáist á því tímabili, sem færi 2. mynd. TækjaútbúnatSur á þil fari.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.