Ægir - 15.12.1964, Qupperneq 56
442
Æ GIR
í það að sigla með aflann í land, bíða
löndunar og komast á miðin aftur. Oftast
nemur þetta a.m.k. einum eða tveimur
sólarhringum.
Ýmsar athuganir voru gerðar á hag-
rænum möguleikum til reksturs slíks síld-
arflutningaskips. Vegna óvissu um veður
og veiði er ekki fyrirfram hægt að reikna
kostnað á einingu með neinni nákvæmni.
Möguleikarnir á rekstri slíks skips virt-
ust hinsvegar vera fyrir hendi og því var
sú ákvörðun tekin að tilraun skyldi gerð.
Sótt var um heimild Verðlagsráðs sjávar-
útvegsins til að fá að kaupa síldina á
miðunum á lægra verði en greitt yrði fyr-
ir síld landaðri í höfn. Verðlagsráð dró
svarið á langinn, en synjaði eftir að
bræðslusíldarverðið hafði verið ákveðið.
Ákvörðun verðlagsráðs teljum við ranga.
Til þess að koma hugmyndinni í fram-
kvæmd, var leitað eftir aðstoð sjávarút-
vegsmálaráðuneytisins, að það ráðstafaði
olíuflutningaskipinu Þyrli til tilrauna í
þessu skyni. — Sjávarútvegsmálaráðherra
leitaði álits fiskimálastjóra og er okkur
ljúft og skilt að geta þess, að hinar já-
kvæðu undirtektir þessara aðila gerðu til-
raunirnar að veruleika.
Fiskimálasjóður veitti styrk til tækja-
kaupa og var sú aðstoð virkur þáttur í
því, að tilraunin varð framkvæmd á s.l.
sumri.
Við breytingar á skipi og fyrirkomu-
lagi tækja nutum við aðstoðar Einars
Guðmundssonar, verkfræðings.
Vakuumdælu þá, sem notuð var, feng-
um við að láni hjá Síldar- og fiskimjöls-
verksmiðjunni h.f., Kletti. Kunnum við
Jónasi Jónssyni framkvæmdastjóra beztu
þakkir fyrir.
Til þess að komast af með sem minnst-
ar breytingar á skipinu, var ákveðið:
1. Að fjarlægja aðra farmdælu skipsins
og reimtengja vakuumdæluna beint
við hjálparvél.
2. Að koma „Vacu-Lift“ og vatnsskilju
fyrir á turni svo háum, að hægt væri
að koma fyrir flutningasnigli yfir
tankopum, sem á Þyrli eru rúmlega
meters há.
3. Að útbúa snigilinn þannig með vökva-
drifi, að hægt væri að snúa honum
þvert á skipið við löndun.
Undirbúningstími var stuttur og ýmis-
legt varð til þess að draga framgang
málsins á langinn (Sjá mynd 2).
V. Feröir Þyrils.
Að undirbúningi loknum var haldið til
Seyðisfjarðar, þar sem fyrsta lestun fór
fram hinn 5. ágúst úr Höfrungi III, AK
250, sem reyndist vera með 1735 mál, er
losuð voru á 7 klst. með einnar stundar
töfum við lagfæringar.
Næsta dag var lestað úr sjö öðrum
skipum, en síðustu 250 málin voru tekin
StutSlarit X