Ægir

Årgang

Ægir - 15.12.1964, Side 57

Ægir - 15.12.1964, Side 57
ÆGIR úr m.s. Hafrúnu IS 400 á Þistilfirði á leið til Bolungavíkur 7. ágúst. Hafrún var þá að ljúka 200 mílna leið til Raufarhafnar. Þyrill var nú talinn fullfermdur með 6075 mál, og ferðinni haldið áfram til Bolungavíkur, og komið þangað að kvöldi, laugardaginn 8. ágúst. Löndun gat hafizt fljótlega og gekkall- vel í fyrstu — komst upp í 400 mál á klst. en mjög seinlegt var að ná síðustu dreggjunum upp úr tankabotnunum, sem eru lagðir með gufupípum yfir þéttum botnbitum. Þegar Þyrill kom á miðin í annarri ferðinni, var komin bræla og fengust þá á fyrsta degi aðeins um 2000 mál, sem farið var með til Bolungavíkur eftir 6 daga bið, þegar sýnt var að ótíð myndi haldast. 1 þriðju ferðinni fylgdi Þyrill flotanum út eftir langvarandi ótíð. Lestun fór fram um 80 mílur austur af Langanesi og var dælt í skipið á 23 klst. Öll skipin, sem los- uðu í Þyril að þessu sinni, fengu sam- dægurs síld aftur. f fjórðu og síðustu ferðinni var megnið af síldinni tekið um 30 mílur austur af Dalatanga. Veður var óhagstætt og fór versnandi, svo að halda varð upp í mynni Seyðisfjarðar til þess að losa þar tvö síð- ustu skipin. Veður var áður orðið svo slæmt, að farið var að gefa yfir framstafn Þyrils. VI. Árangur tilraunamva. Auk undirbúningstíma tóku tilraunirn- ar alls 46 daga, sem flokka má á eftirfar- andi hátt. 19 daga var legið vegna veðurtafa. 11 dagar fóru í siglingar. 10 dagar fóru í löndun. 6 daga var unnið við lestun. Alls voru flutt 20.000 mál á þessu tíma- bili. Ef áætlaður kostnaður við rekstur skips og tækja væri krónur 25.000 pr. dag, væri meðalflutningskostnaður pr. mál, 46 x 25.000 Kr. 20.000 = Kr. 57.50. Þessi tala samsvarar 31 % af innkaups- verði síldarinnar s.l. sumar. Hér ber að hafa í huga, að um frum- tilraun var að ræða, sem eftir er að end- urbæta og því hefur farið meiri tími í flutningana af þeim ástæðum en fara mun, þegar reynslan verður meiri. Einkum var löndunartíminn óeðlilega mikill, en það má auðveldlega bæta með betri út- búnaði, svo sem sléttum botni, sbr. áður- nefndar gufupípur. í öðru lagi voru veð- urtafir sennilega óeðlilega miklar (Sjá stuðlarit 2) og í þriðja lagi er ganghraði og burðarmagn skipsins tiltölulega lítið. Helmingi stærra skip, sem kostaði þá sennilega um 35.000 krónur á dag, gæti á jafnlöngum tíma flutt 40.000 mál.Kostn- aður pr. mál yrði þá == Kr. 40.35 Stu'ölarit II -/9 se/?Á /964.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.