Ægir

Volume

Ægir - 15.12.1964, Page 65

Ægir - 15.12.1964, Page 65
ÆGIR 451 Haraldur Böðvarsson: TÆKNI OG VÍSINDI Mér var að detta í hug, hvort mönnum geti orðið bumbult eða óglatt af of mikilli vísindaítroðslu eða tali, líkt og þeim, sem borða eða drekka yfir sig, en vísindi og tækni eru mjög nauðsynleg í nútímaþjóð- félagi og af því að við erum svo skammt komin í þessu verðum við að byrja á þeim verkefnum, sem mestar líkur benda til að gefi fljótfenginn arð, sem getur staðið undir nauðsynlegum framkvæmdum í þjóðfélagi okkar og á ég þar við fiskveið- ar og fiskiðnað. Við erum komin talsvert áleiðis í fisk- veiðitækni og fiskiðnaður er líka á upp- leið, en betur má ef duga skal. Eitt af þeim verkefnum, sem nú er mest aðkallandi, er flutningur á síld frá fiskimiðunum þegar mest aflast, til staða í öðrum landsfjórðungum, sem hafa að- stæður til að geta unnið mikið magn með heimafólki sínu. Flutningur á bræðslusíld er venjulega framkvæmdur með algeng- um flutningaskipum eða tankskipum, einnig mætti sennilega taka upp nýmæli hér og flytja síld í gúmbelgjum, eins og sumsstaðar tíðkast að flytja í olíu, þessir belgir, sem eru slöngulagaðir, eru dregn- ir aftan í skipum langar leiðir, ennfrem- ur gætu togarar komið að liði, bæði sem flutningaskip og dráttarskip belgjanna. Þá komum við að mesta vandamálinu, þ.e. flutningi á síld til frystingar og og söltunar af fjarlægum miðum. Það er þegar komin nokkur reynsla á geymslu fisks og síldar í kældum sjó, 0—-f-30 Celcius, og er talað um að fiskur geti geymzt þannig óskemmdur jafnvel 2—3 vikur eða lengur, og fiskur eða síld á að geta geymzt nokkra daga óskemmt, þó að hitastigið fari 2—3° yfir frostmarkið í kældum sjó. Nú vil ég beina geiri mínum til tækni- fræðinga og vísindamanna og skora á þá að hjálpa til við að finna heppilega og hagnýta lausn á þessu máli, það duga ekki orðin tóm, heldur verða að fylgja í kjöl- farið tilraunaskip, sem flytja aflann ó- skemmdan að landi. Komið getur til mála að nota togara eða venjuleg flutningaskip, sem gætu m.a. geymt aflann í gerfiefna- eða gúmtönkum í lest og jafnvel á dekki. Slíkar tilraunir sem þessar geta hvorki fjárvana útgerðarmenn né eigendur vinnslustöðva gert á sinn kostnað í byrj- un, en ég geri ráð fyrir, að þeir muni fljótlega geta gert þetta á eigin spýtur, ef þessar tilraunir lánast, sem ég er ekki í vafa um. — Islendingar hafa sýnt, að þeir eru ekki neinir eftirbátar í fiskveiði- tækni og þeir geta líka verið fremstir á þessu sviði, ef rétt er að farið. Atvinnudeild Háskólans og rannsóknar- stofnanir sjávarútvegsins ættu að hafa forgöngu í þessu mikilvæga máli, það er til mikils að vinna og þessar tilraunir mega ekki mistakast. Akranesi 4. des. 1964. H.f. Kol & Salt Höfum jafnan fyrir hendi beztu fáanlegar tegundir af KOLUM, KOKSI og SALTI. Fljót og góð afgreiðsla. H.f. Kol & Salt Garðastrœti 3 — Reykjavík — Sími 111 20

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.