Ægir

Árgangur

Ægir - 15.12.1964, Síða 65

Ægir - 15.12.1964, Síða 65
ÆGIR 451 Haraldur Böðvarsson: TÆKNI OG VÍSINDI Mér var að detta í hug, hvort mönnum geti orðið bumbult eða óglatt af of mikilli vísindaítroðslu eða tali, líkt og þeim, sem borða eða drekka yfir sig, en vísindi og tækni eru mjög nauðsynleg í nútímaþjóð- félagi og af því að við erum svo skammt komin í þessu verðum við að byrja á þeim verkefnum, sem mestar líkur benda til að gefi fljótfenginn arð, sem getur staðið undir nauðsynlegum framkvæmdum í þjóðfélagi okkar og á ég þar við fiskveið- ar og fiskiðnað. Við erum komin talsvert áleiðis í fisk- veiðitækni og fiskiðnaður er líka á upp- leið, en betur má ef duga skal. Eitt af þeim verkefnum, sem nú er mest aðkallandi, er flutningur á síld frá fiskimiðunum þegar mest aflast, til staða í öðrum landsfjórðungum, sem hafa að- stæður til að geta unnið mikið magn með heimafólki sínu. Flutningur á bræðslusíld er venjulega framkvæmdur með algeng- um flutningaskipum eða tankskipum, einnig mætti sennilega taka upp nýmæli hér og flytja síld í gúmbelgjum, eins og sumsstaðar tíðkast að flytja í olíu, þessir belgir, sem eru slöngulagaðir, eru dregn- ir aftan í skipum langar leiðir, ennfrem- ur gætu togarar komið að liði, bæði sem flutningaskip og dráttarskip belgjanna. Þá komum við að mesta vandamálinu, þ.e. flutningi á síld til frystingar og og söltunar af fjarlægum miðum. Það er þegar komin nokkur reynsla á geymslu fisks og síldar í kældum sjó, 0—-f-30 Celcius, og er talað um að fiskur geti geymzt þannig óskemmdur jafnvel 2—3 vikur eða lengur, og fiskur eða síld á að geta geymzt nokkra daga óskemmt, þó að hitastigið fari 2—3° yfir frostmarkið í kældum sjó. Nú vil ég beina geiri mínum til tækni- fræðinga og vísindamanna og skora á þá að hjálpa til við að finna heppilega og hagnýta lausn á þessu máli, það duga ekki orðin tóm, heldur verða að fylgja í kjöl- farið tilraunaskip, sem flytja aflann ó- skemmdan að landi. Komið getur til mála að nota togara eða venjuleg flutningaskip, sem gætu m.a. geymt aflann í gerfiefna- eða gúmtönkum í lest og jafnvel á dekki. Slíkar tilraunir sem þessar geta hvorki fjárvana útgerðarmenn né eigendur vinnslustöðva gert á sinn kostnað í byrj- un, en ég geri ráð fyrir, að þeir muni fljótlega geta gert þetta á eigin spýtur, ef þessar tilraunir lánast, sem ég er ekki í vafa um. — Islendingar hafa sýnt, að þeir eru ekki neinir eftirbátar í fiskveiði- tækni og þeir geta líka verið fremstir á þessu sviði, ef rétt er að farið. Atvinnudeild Háskólans og rannsóknar- stofnanir sjávarútvegsins ættu að hafa forgöngu í þessu mikilvæga máli, það er til mikils að vinna og þessar tilraunir mega ekki mistakast. Akranesi 4. des. 1964. H.f. Kol & Salt Höfum jafnan fyrir hendi beztu fáanlegar tegundir af KOLUM, KOKSI og SALTI. Fljót og góð afgreiðsla. H.f. Kol & Salt Garðastrœti 3 — Reykjavík — Sími 111 20
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.