Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1965, Blaðsíða 4

Ægir - 01.02.1965, Blaðsíða 4
30 ÆGIR róðra með línu, en gæftir hafa verið mjög slæmar á tímabilinu og afli rýr. Alls varð aflinn 20 lestir í 8 róðrum. Gmndarfjörðnr: Þaðan hefir ekkert verið róið á tímabilinu. Stykkishólmur: Þaðan hafa 2 bátar haf- ið veiðar með línu, hafa þeir farið 1 róð- ur hvor og aflað samtals 5 lestir. AUSTFIRÐINGAFJÓRÐUNGUR í desember 196U. Þessi mánuður hefir verið mjög ógæfta- samur, svo að lítið hefir verið um afla, enda fáir aðrir en Hornfirðingar, sem hafa stundað þorskveiðar. Minni bátarnir hafa ekkert róið í mánuðinum. Nokkrir stærstu bátarnir hafa verið á síldveiðum og aflað vel, þegar veður leyfði. Að öðru leyti er verið að búa báta út til vetrarvertíðarinn- ar. Hornaf jöróur; Þaðan reru þrír bátar með línu og einn var á síldveiðum. Vegna ógæftanna urðu fáir róðrar, en fremur vel aflaðist, þegar gaf á sjó. Alls varð aflinn í mánuðinum 112 tonn. Djúpivogur: Þaðan var Sunnutindur á síldveiðum, einn minni bátur reri þrjá róðra með línu, en aflaði mjög lítið. Salt- aðar og frystar voru samtals 800 tunnur af síld í mánuðinum. Alls hafa verið salt- aðar og frystar um 6500 tunnur á árinu. Breiðdalsvík: Þaðan var Sigurður Jóns- son á síldveiðum og fór til Þýzkalands einn túr með afla, sem var um 80 tonn. Engin síld var lögð á land í mánuðinum. Alls hefir verið lagt þar á land af síld á árinu um 55,000 mál í bræðslu og um 5600 tunnur í salt og frystingu. Fáskrúðsfjörður: Þaðan var ekkert gert út í mánuðinum annað en Bára, sem var á síldveiðum. Alls hefir verið lagt þar á land af síld á árinu um 200,000 mál af síld í bræðslu og um 48,000 tunnur hafa verið saltaðar og frystar. Reyðarfjörður: Þaðan voru á síldveið- um Snæfugl og Gunnar nokkuð af mán- uðinum. Alls hefir verið lagt þar á land á árinu um 202,000 mál af síld í bræðslu og um 31,000 tunnur hafa verið saltaðar og frystar. Eskifjörður: Þaðan voru Jón Kjartans- son og Guðrún Þorkelsdóttir á síldveiðum. Annað var ekki stundaður sjór nema að einn lítill bátur fékkst nokkuð við að veiða hákarl og hafði af því nokkurn árangur. Alls hefir verið lagt á land af síld á árinu um 278,000 mál í bræðslu og um 47,000 tunnur hafa verið saltaðar og frystar. Norðfjörður: Þaðan hafa Björg I, Sæ- faxi og Gullfaxi verið á síldveiðum, og litlir þilfarsbátar hafa róið dálítið fram- an af mánuðinum eftir því sem gæftir leyfðu. Afli þeirra var mjög óverulegur. Talsvert var saltað af síld í mánuðinum og nokkuð fryst. Alls hefir verið lagt á land af síld á árinu um 485,000 mál til bræðslu og um 53,600 tunnur hafa verið saltaðar og frystar. Seyðisfjörður: Þaðan var ekkert stund- aður sjór í mánuðinum. Lítilsháttar barst að af síld til bræðslu. Alls hefir verið lagt á land af síld á árinu um 560,000 mál í bræðslu og tæplega 100,000 tunnur verið saltað og fryst. Á Mjóafirði og fjörðunum fyrir norð- an Seyðisfjörð hefir ekkert verið stundað- ur sjór í mánuðinum og ekkert borizt á land þar af síld heldur. Fiskafli Norðmanna ÞORSKVEIÐIN Fryst Heildarafli Hert Saltað ísað Fryst flök Meðall. Salt hrogn hrogn smál. smál. smál. smál. smál. hl. hl. hl. 5.760 459 1.366 1.357 2.578 1.862 35 1.133 2.260 314 388 466 1.092 267 19 287 1965 30/1 1964 1/2

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.