Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1965, Blaðsíða 25

Ægir - 01.02.1965, Blaðsíða 25
ÆGIR 51 Markaðsmdl Ctflutningur á fiskolíum í heiminum 1963. Htíildainitflutningur á fiskolíum (að meðtöldu lýsi) í heiminum árið 1963 varð 480.500 lestir, og er það nýtt met. Aukningin frá árinu áður var 5% og meira en tvöföld, ef miðaö er við tímabilið 1955—1959. Perú, Bandaríkin, ísland og Suður-Afríka eru helztu framleiðendur á fiskolíum og nam útflutn- ingur þeirra rnn 75% af heildarútílutningi heims- ins árið 1963. Þó að ýmis Evrópulönd flytji út talsvert magn af fiskolíum, eru þau í heild sinni nmflytjendur þessarar vöru annars staðar að úr veröldinni. Mest af heimaframleiðslu Evrópulanda á fiskolímn fer til innanlandsneyzlu, venjulega í npprunalandinu, eða er flutt til annarra landa innan Evrópu, eins og á sér stað um ísland, Portúgal, Vestur-Þýzkaland og Damnörku. Auk þess flytja Norðmenn, Vestur-Þjóðverjar og Hollendingar inn mikið magn af fiskolíiun til frekari vinnslu og selja síðan öðrum Evrópu- löndum sem fullunna vöru. Utflutningur Bandaríkjanna nam 131.200 lest- nm árið 1963, og liafði aukizt lun rneira en helm- ing frá því árið áður. Skutu þau Porú aftur fyrir sig og urðu stærstu framleiðendur á fisk- °líum s.l. ár. Útflutningur annarra helztu fram- leiðendanna, nema Íslands, dróst allmikið saman. (Commercial Fisheries Review). Fiskveiðasýning í London 1965. Eins og kunnugt er, var lialdin velheppnuð fiskveiðasýning í Earls Court í London árið 1963. Svipuð sýning verður næsta ár, dagana 27. maí i'l 2. júní í National Hall Olympia í London. — Heðal þeirra aðila, sem standa að sýningunni eru brezka togarasambandið, síldariðnaðurinn, sam- band skipa- og bátasmiða og tímaritið World Pishing. A sýningunni 1963 voru fulltrúar fiskiðnaðar- ms í 17 löndum og lielztu framámenn um fisk- veiðar í 92 löndum heimsóttu sýninguna. Eins og á síðustu sýningu verður nú boðið fiskimönnum, fiskifræðingum og framleiðendum í fiskiðnaði um víða veröld. Einnig verður haldin 3ja daga ráðstefna á vegum World Fishing og White Fish-nefndarinnar. Nú þegar hefur verið ráðstafað 1900 fermetra sýningarfleti til framleiðenda frá fimm löndum, þar á meðal Suður-Ameríku og Japan, og pant- anir á aðgöngumiðum liafa borizt víðs vegar að úr heiminum. Fyrirspurnir um sýningarrými og beiðni um þátttöku sendist til: The Exhibition Manager, World Fishing Exhibition & Conference, The Tower, 229-243 Shepherds Bush Road, Hammer- smith, London, W. 6, England. (Fiskets Gang). Bretar fá fisksöluboð frá Austur-Þýzkalandi. Heildsölufyrirtæki eitt í Hull hefur fengið til- boð frá Austur-Þýzkalandi um sölu á frystum fiski. Fyrirtækið hefur látið í ljós áhuga á mál- inu, ef gæði fisksins eru samkeppnisfær. Fyrirtæki þetta flytur inn frystan fisk frá Vestur-Þýzkalandi, sem veiddur er við Nýfundna- land og Grænland. Fiskurinn er fluttur með vögn- um og ferju frá Bremen eða Cuxhaven til Hull, og verðið er um 20 pundum lægra á hvert tonn en á frystum, íslenzkum flökum. Talið er, að nýja tilboðið geti haft í för með sér tvöfalt meiri viðskipti en nú eru gerð við Vestur-Þýzkaland. (Fiskets Gang). Aukin neyzla á hraðfrystum matvælum í Vestur-Þýzkalandi. Á seinustu árum hefur neyzla á hraðfrystum matvælum aukizt mjög í Vestur-Þýzkalandi. Árið 1956 var heildarneyzlan 8000 lestir (0,15 kg á íbúa), 1959 varð hún 28000 lestir (0,4 kg á íbúa) og árið 1963 komst hún upp í 16500 lestir (2,7 kg á íbúa). Neyzlan skiptist þannig eftir tegundum árið 1963: 85000 lestir alifuglar, 45000 lestir græn- meti og ávextir, 15000 lestir fiskur og 5000 lestir kjöt og villibráð. Á síðustu árum hefur einkum aukizt salan á steiktum eplum, kartöflubollum, smjördeigi, súpugrænmeti, ostaréttum og þeyttum rjóma. Af þess konar hraðfrystum matvælum seldust 10000 lestir árið 1963. Mikil aukning hefur einnig orðið í sölu á hraðfrystum, tilbúnum fisk- og kjötréttum, sem einkum fara í mötuneyti stórfyrirtækja og veit- ingahús. Neyzla þessara vörutegunda hefur 7-faldast á s.l. 5 árum og varð 2500 lestir árið 1963. Nú er hægt að fá yfir 300 hraðfrysta til- búna rétti á vestur-þýzkum markaði. Þó að sala hafi aukizt mjög á hraðfrystum matvælum beint til sjúkrahúsa, mötuneyta og veitingahúsa, selja þó smásöluverzlanirnar mest, eða yfir 80%. í 100000 af 170000 matvöruverzl-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.