Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1965, Blaðsíða 9

Ægir - 01.02.1965, Blaðsíða 9
ÆGIR 35 að hjá Síldarverksmiðjum ríkisins, af skip- um þeirra útgerðarmanna eða útgerðarfé- laga, sem kunna að óska að leggja síldina inn til vinnslu í sumar, verður talin vinnslusíld. Á síldarvertíðinni sumarið 1964 hafa engin síldveiðiskip forgangslöndun hjá Síldai'verksmiðjum ríkisins. Stjórn Síldarverksmiðja ríkisins." í endanlegri áætlun S.R. um magn bræðslusíldar var gert ráð fyrir, að S.R. bærist nærri 100.000 málum meira magn bræðslusíldar en nam meðaltals móttöku hjá verksmiðjunum undanfarinþrjúár, þ.e. 800.000 mál plús 25.000 mál hausar og slóg. Lýsi og mjöl úr hverju máli bræðslu- síldar var áætlað skv. meðaltali s.l. 5 ára. Verð á lýsi og mjöli var áætlað skv. þáverandi markaðsverði að frádregnum sölulaunum, £64:10:0 fob á lýsinu, £51:0:0 fob á mjölinu. Að þessu sinni fór svo, að allir þessir áætlunarliðir urðu hagstæðir og minnist ég þess ekki að það hafi komið fyrir áður. Af þessum sökum eru horfur á því, að þeir aðilar sem lögðu bræðslusíldina inn til vinnslu skv. því sem heimilað var í framangreindri tilkynningu muni fá veru- iega uppbót greidda á bræðslusíldarverðið, þegar reikningar S.R. vegna ársins 1964 hafa endanlega verið gerðir upp. Lagður var inn til vinnslu hjá S.R. bræðslusíldarafli 10 skipa og hálfur afli hins ellefta. Síldveiðin norðanlands og austan nam: 1964 1963 1962 I bræðslu, mál 2.713.544 1.268.856 2.027.220 1 salt, uppsaltaðar tunnur 362.905 463.236 375.429 1 frystingu, upp- mældar tunnur 51.289 32.859 39.000 Plutt til Bolunga- víkur 21.385 Hér við bætast haus ar og slóg, mál 60.011 83.251 82.318 Samtals: 3.209.134 1.848.202 2.523.967 Meðalafli á nót mál og tunnur 12.959 7.809 10.852 hausar og slóg frá söltun ekki meðtalið. Hér er ekki talin síld sem veidd var fyrir Austfjörðum og landað var í Vestmannaeyjum eða í höfnum við Faxaflóa. Móttaka bræðslusíldar hjá einstökum verk- smiðjum: Síldarverksmiðjur ríkisins: S.R. Siglufirði 184.588 S.R. Húsavík 30.096 S.R. Raufarhöfn 356.575 S.R. Seyðisfirði 432.846 S.R. Reyðarfirði 194.379 1.198.484 Rauðka, Siglufirði 80.532 Hraðfrystihús Ólafsfjarðar h.f., Ólafsfirði 17.944 Kveldúlfur h.f., Hjalteyri 46.434 Síldarverksm. Akureyrark., Krossanesi 91.010 Sandvík h.f., Bakkafirði 25.679 Síldarverksmiðjan h.f., Vopnafirði 257.088 Síldarverksmiðjan h.f., Borgarfirði eystra 32.693 Sildarvinnslan s.f., Neskaupstað 478.231 Hraðfrystihús Eskifjarðar h.f., Eskifirði 256.958 Fiskmjölsverksmiðjan h.f., Fáskrúðsfirði 177.324 Síldariðjan, Breiðdalsvík 51.167 2.713.544 Hdldaraflinn. Alls tóku þátt í veiðunum 243 skip á móti 226 skipum 1963. Öll stunduðu skipin veiði með hringnót og öll voru þau búin kraftblökk. Afurðir. Afurðir úr bræðslusíldinni, sem veiddist fyrir NA-landi og Austfjörðum á s.l. ári að meðtöldum afurðum úr síldarúrgangi eru áætlaðar um 72.000 tonn af lýsi og um 79.000 af mjöli. Þetta er langmesta magn, sem nokkurntíma hefur verið framleitt af lýsi og mjöli á einni síldarvertíð hér á landi.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.