Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1965, Blaðsíða 10

Ægir - 01.02.1965, Blaðsíða 10
36 ÆGIR Verð á síldarlýsi og síldarmjöli. Talsvert magn af síldarlýsi var selt fyrirfram og var verðið £70-0-0 til £71-0-0 per 1000 kg cif. Verðið lækkaði í júní-ágúst en hækkaði þegar kom fram á haustið og komst hæst í £77-10-0 cif. í árslok var dræm eftirspurn. Mikið magn af síldarmjöli var selt fyrir- fram á 16 sh. pr. proteineiningu í tonni cif eða tonnið á £56-16-0 cif. Verðið á mjölinu hækkaði upp í 18 sh. per. prot- eineiningu eða tonnið í £60-7-0 cif. Verð á síldarmjöli á innanlandsmarkað var ákveðið kr. 570,00 per 100 kg fob verksmiðjuhöfn, en hafði verið kr. 500,00 árið 1963. Heildarfobverðmæti bræðslusíldaraf- urðanna Norðan- og Austanlands á s.l. ári er talið nema um 1.080 milljónum króna. Aukin afköst og geymslur og auknir flutningar. I sumar kom það enn einu sinni greini- lega í ljós hve mjög skortir á það, að afköst og þróarrými verksmiðjanna á Austfjörð- um og Raufarhöfn svari til hinnar stór- auknu aflagetu síldveiðiflotans. Sést það bezt á því, að annarsvegar námu afköst verksmiðjanna á Austfjörð- um og Raufarhöfn s.l. sumar aðeins um 26.000 málum á sólarhring og þróarrými þeirra samtals aðeins um 170.000 málum, en hinsvegar nam burðarmagn síldveiði- flotans í einni veiðiferð samtals um 300.000 málum bræðslusíldar. Stjórn Síldarverksmiðja ríkisins fóru þessvegna fram á heimild sjávarútvegs- málaráðherra til þess að auka afköst síld- arverksmiðja S.R. á Seyðisfirði um 2.500 mál á sólarhring og Raufarhöfn um 3.000 mál og ennfremur til þess að mega auka þróarrými og afurðageymslur við verk- smiðjurnar á Seyðisfirði og Reyðarfirði og til þess að gera aðrar endurbætur á verk- smiðjunum. Alls var kostnaður við þessar framkvæmdir áætlaðar um 95 milljónir króna. Sjávarútvegsmálaráðherra hefur veitt leyfi fyrir framkvæmdum þeim sem farið var fram á á Seyðisfirði og Reyðarfirði og er áætlaður kostnaður við þær fram- kvæmdir samtals um 55 milljónir króna. Nokkur óvissa er um útvegun lánsfjár til þess að standa straum af hluta kostnaðar- ins við framkvæmdirnar. S.R. hafa hvatt til aukningar vatnsveit- unnar á Seyðisfirði og lagt fram eina milljón króna lánsfé í því skyni. Stjórn S.R. hefur mælt með því við sjávarútvegsmálaráðherra, að öðrum aðil- um væri veitt fyrirgreiðsla um byggingu nýrra síldarverksmiðja á Raufarhöfn, Þórs- höfn, Stöðvarfirði og Djúpavogi samtals með 6.500—6.800 mála afköstum. Eru byggingaframkvæmdir þessar enn í deiglunni. Ingvar Vilhjálmsson útgerðarmaður o. fl. hafa þegar byrjað framkvæmdir til undirbúnings byggingar nýrrar 2.500 mála síldarverksmiðju á Seyðisfirði, sem á að hefja vinnslu á komandi sumri. Síldar- og fiskmjölsverksmiðjan að Kletti í Reykjavík hefur fest kaup á tank- skipi, sem lestar um 20.000 mál síldar. Skipið er ætlað til flutninga á bræðslusíld af austurmiðum til Reykjavíkur. Ætlunin er að dæla síldinni úr veiðiskipunum á miðum úti í flutningaskipið með sama eða svipuðum hætti og gert var á m.s. Þyrli s.l. sumar. Aðrir verksmiðjueigendur sunnanlands og vestan ráðgera að leigja 3 tankskip í sama skyni og ráðamenn verksmiðjanna fyrir norðan hafa málið til athugunar. Ég tel að til þess að tryggja sem bezta afgreiðslu síldveiðiflotans á sumarvertíð- inni norðanlands og austan þá verði að fylgjast að aukning á afköstum verksmiðj- anna á Austfjörðum og Raufarhöfn, aukið þróarrými, auknar geymslur fyrir afurðir og auknir flutningar á síldinni. Sumir hafa haldið því fram, að auknir flutningar síldarinnar með tankskipum myndu leysa afgreiðsluörðugleika síldveiði- flotans til fulls. Ég tel þetta ekki líklegt m. a. af þeirri ástæðu að takist flutning-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.