Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1965, Blaðsíða 6

Ægir - 01.02.1965, Blaðsíða 6
32 ÆGIR Seyðisfjarðarkaupstað. Varð þessi breyt- ing til mikilli bóta. Fréttaþjónusta síldarleitarstöðvanna er nauðsynleg bæði fyrir síldveiðiflotann og þá, sem annast afgreiðslu síldveiðiskip- anna í landi. Barði Barðason, skipstjóri, hafði á hendi yfirstjórn síldarleitarinnar úr lofti og var góð samvinna milli hans og stjórnanda síld- arleitarskipanna. fslenzkir, norskir og rússneskir fiski- fræðingar höfðu athugað hafsvæðin um- hverfis ísland í nokkrar vikur eins og undanfarin ár. Hittust þeir á Seyðisfirði dagana 22.-23. júní til þess að bera saman bækur sínar. Hvergi hafði fundizt verulegt síldar- magn á norður- eða vestursvæðinu nú frekar en í fyrra. Þörungamagn var víðast hvar í meira lagi. Á 70 mílna breiðu belti undan norður- strönd landsins var átulítill sjór,enþarfyr- ir utan var nokkurt magn fullþroskaðrar rauðátu. Um 60 sjómílur austan Langaness tók við átumikill sjór og lá átusvæðið nær landi á Austfjörðum, aðallega á um 110 faðma dýpi og þar yfir, en ekki á grunn- miðum. Var þörunga- og átumagn nú fyrr á ferðinni en oftast áður. Meginhluta norsku síldargöngunnar töldu þeir á þess- um tíma vera úti af Langanesi og Aust- fjörðum og vænta mætti aukins magns af ungri síld á miðin síðari hluta sumars. Veiðarnar. Hinn 31. maí aflaðist fyrsta síldin, 900 tunnur á Helga Flóventsson ÞH 77, skip- stjóri Hreiðar Bjamason, um 80 sjómílur úti af Langanesi. Síldin var mjög stór og feit miðað við veiðitíma. Fyrstu tvær vik- urnar var veiðin eingöngu djúpt A, NA og N af Langanesi. Aðfaranótt 17. júní varð Hoffell SU 80, skipstjóri Friðrik Stefánsson, vart við mikla vaðandi síld fyrir botni Seyðisfjarð- ardýpis 30-40 sjómílur undan Dalatanga. Eftir þetta var aðalveiðin á þessum slóð- um eða nokkru dýpra og frá Héraðsflóa- dýpi suður fyrir Reyðarfjarðardýpi 40-70 sjómílur undan landi. f ágúst var talsverð veiði öðru hvoru djúpt austur af Langanesi. Var sótt allt að 200 sjómílur í austur frá nesinu. Besti veiðidagur sumarsins var hinn 11. júlí og tilkynntu þá 117 skip afla samtals 111 þúsund mál og tunnur. Veiðisvæðið var þá frá Héraðsflóadýpi og allt suður fyrir Hvalbak. Veður hamlaði veiðum öðru hvoru. Lengstu frátafirnar urðu í nóvembermán- uði um tveggja til þriggja vikna tíma, enda héldu þá nær allir þeir bátar, sem enn stunduðu síldveiðar, til heimahafna og hættu veiðum í bili. Þegar komið var fram í ágústmánuð fóru mörg síldveiðiskipin, einkum hin minni, burt af miðunum fyrir Austfjörðum, sök- um aflatregðu og ógæfta um tíma og síðast en ekk sízt vegna aflavonar á síldveiðum fyrir Suður- og Suðvesturlandi. Var þátttaka í veiðum fyrir austan því miklu minni, þegar áleið vertíðina og afli fór að glæðast aftur, en verið hafði í byrj- un. Síðari hluta septembermánaðar stund- uðu ekki nema 80-90 skip veiðarnar fyrir austan og í október aðeins um 70 skip og í desember aðeins 30-50 skip. Þetta voru að vísu flest stærstu og best búnu skipin, en samt varð þátttakan í veiðunum miklu minni en við hefði mátt búast, eftir að komið var fram í ágústmánuð s.l. sumar. Flutningar á bræðslusíld. Flutningar á bræðslusíld í leiguskipum höfðu engir verið fyrr en sumarið 1960 frá því að hinir miklu flutningar á Hvalfjarð- arsíldinni fóru fram veturinn 1947-1948, enda var mikill aflabrestur á síldveiðum á þessum árum. Síldarverksmiðjurnar á Hjalteyri og í Krossanesileigðutvöskip til bræðslusíldar- flutninga 1960 og voru þá um sumarið flutt til þessara verksmiðja um 15.000 mál, sem umskipað var á Seyðisfirði. Á árunum 1961-1963 höfðu verið flutt k

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.