Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1965, Blaðsíða 7

Ægir - 01.02.1965, Blaðsíða 7
ÆGIR 33 samtals um 336.000 mál bræðslusíldar frá Seyðisfirði með flutningaskipum til Siglu- f jarðar, Eyjaf jarðarhafna, Reykjavíkur og V estmannaey j a. Skiptist þetta magn talið í málum þannig: S.R. Síldarv. á Hjalteyri og Klettur, Sigluf. í Krossanesi Rvík Vestm. 1961 32.000 42.000 1962 128.955 29.000 60.966 4.137 1963 34.525 4.668 Samt. 195.480 75.668 60.966 4.137 Á árunum 1962-1963 hafði komið í ljós mikil óánægja yfir því hjá sjómönnum og útvegsmönnum, að sú síld sem losuð var í flutningaskip var greidd kr. 14.00 — 16.00 lægra verði, hvert mál, en síld sú sem land- að var beint í verksmiðjumar. Lágu skipin oft sólarhringum saman við bryggjur verksmiðjanna og biðu þar af- greiðslu heldur en að taka þátt í flutnings- kostnaðinum að þessu leyti, og eiga þá kost á löndun eftir litla sem enga töf. Til þess að reyna að forða því, að þetta endurtæki sig var ákveðið af Verðlagsráði sjávarútvegsins 1964 að greiða sama verð fyrir bræðslusíldina, hvort sem henni væri landað í flutningaskip eða beint í síldar- verksmiðju, en hinsvegar tekið nokkuð til- lit til kostnaðar við flutninga bræðslusíldar við ákvörðun bræðslusíldarverðsins. I sumar höfðu Síldarverksmiðjur ríkis- ins á leigu eitt innlent og þrjú erlend skip í lengri og skemmri tíma til bræðslusíldar- flutninga. Alls voru flutt á þessum skipum 46.082 mál frá Seyðisfirði til Siglufjarðar. Var kostnaður við flutningana um kr. 78.00 a hvert mál bræðslusíldar. Ennfremur náðu S.R. samningum um síldai'flutninga fyrir ákveðið flutnings- Sjald á málið með leiguskipum norska síld- veiðiflotans hér við land, sem þá lágu að- gerðarlaus. Voru flutt með þessum skipum 49.156 mál til Siglufjarðar og nam kostn- aður um kr. 48.00 á málið. Síldarverksmiðjurnar á Hjalteyri og Krossanesi leigðu eitt skip til bræðslusíld- arflutninga og voru flutt á því 22.625 mál. Öll umskipun bræðslusíldarinnar í fram- angreind skip fór fram á Seyðisfirði. Einar Guðfinnsson, útgerðarmaður í Bolungavík gerði tilraun með bræðslusíld- arflutninga á tankskipi með dæluútbúnaði til umskipunar og löndunar. Naut hann styrks til þessara tilrauna fyrir atbeina ríkisstjórnarinnar, að fengn- um meðmælum frá stjórn Síldarverksmiðja ríkisins. Tankskipið Þyrill var notað til þessa flutninga. Flutti skipið alls um 21 þúsund mál frá austursvæðinu til Boiungavíkur. Var meira en helming magnsins umskipað beint úr veiðiskipunum á miðunum, en að öðru leyti fór umskipunin fram á Seyðis- firði. Verkfræðingarnir Haraldur Ásgeirsson og Hjalti Einarsson stóðu fyrir tilrauninni og hafa birt um hana skýrsiu í 22. tbl. Ægis. Áætla þeir kostnaðinn við flutning- ana kr. 57.50 á málið, en þá er ekki reiknað með undirbúningstíma, né tíma til að skila skipinu og hreinsa það að loknum flutning- unum. Búast þeir við að minnka mætti kostnað niður í kr. 40,35 á málið, ef stærra skip væri fengið til flutninganna. Er þá miðað við hvað skipið gæti flutt, en það er óvíst, því það veltur á veiði, veðri og fleiru. Sjálfsagt er að fylgja þessari til- raun eftir með frekari flutningum. Stofnaður flutningasjóður. Þar sem stórkostlega skorti á, að afkastageta síldarverksmiðjanna á Aust- fjörðum og Raufarhöfn svaraði til þeirrar aukningar, sem orðið hafði á aflamöguleik- um síldveiðiflotans síðustu árin, lagði stjórn Síldarverksmiðja ríkisins það til við Landssamband ísl. útvegsmanna og Verð- lagsráð sjávarútvegsins, að myndaður skyldi sérstakur flutningasjóður sem fengi tillag frá verksmiðjunum af hráefnisverði bræðslusíldar, sem þá yrði lækkað til tekna fyrir sjóðinn, sem framlaginu næmi, með

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.