Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1965, Blaðsíða 11

Ægir - 01.02.1965, Blaðsíða 11
ÆGIR 37 arnir vel myndi heildarafli síldveiðiflotans stóraukast og þöi’fin fyrir greiða af- g'reiðslu á höfnum, sem næst liggja mið- unum ekki minnka að neinu ráði frá því sem verið hefur. Ég tel að ekki sé enn fengin næg reynsla hvorki um kostnað né notagildi tankskip- anna til síldai’flutninga til þess að unnt sé að kveða upp endanlegan úrskurð um þýð- ingu þeirra í framtíðinni fyrir síldarút- veginn. Sjálfsagt er að halda áfram þess- um flutningum á komandi sumri og byggja á þeirri reynslu sem þá fæst. Eitt atriði tel ég að mjög hafi verið van- i’ækt til þessa og það er, að síldin sé kæld uieð skelís nýháfuð um borð í síldveiði- skipunum svo að hún þoli flutning til fjarlægra staða. Ætti að vera auðvelt að auka svo skelís- framleiðslu norðanlands og austan fyrir næstu síldarvertíð að unnt verði að flytja síldina óskemmda langar leiðir í stórum stíl. Einnig er sjálfsagt að athuga fleiri ]eiðir að sama marki. Erlendur Þorsteinsson: Saltsíldarframleiðslan Suður- og Vesturlandssíldin. Er síðasta árs- yfirlit var gert var síldarvertíð á Suð- urlandi ekki lokið. Þegar hinum venjulega söltun- artíma lauk um áramót, hafði að- eins tekizt að salta í ca. 45.000 tnr., en slæmt tíðarfar taf ði mj ög veiðarn- ar allt haustið, auk Pess sem síldin stóð mjög djúpt þá fáu dnga, sem á sjó gaf. Er síldin hóf göngu Slna suður á bóginn um miðjan desember, neyndist auðveldara að ná henni í næturn- ar, en einmitt þá daga stóð yfir verkfall í flestum verstöðvunum og varð því söltun óveruleg. Er verkfallinu lauk hófst langur óveðurskafli. Næst þegar á sjó gaf varð hvergi vart við síld. Þann 10. janúar urðu sjómenn varir við all mikla síldargengd suðvestur af Ing- ólfshöfða. Strax og fyrsta síldin af þessu veiðisvæði barst á land í Vestmannaeyjum, lét Síldarútvegsnefnd rannsaka gæði henn- ar. Fitumagn reyndist langt neðan við lágmarksfituákvæði fyrirframsamninga og mestur hluti magnsins reyndist „kræða“. Nokkrum dögum síðar fór lítilsháttar að verða vart við stærri síld innan um hina smáu og var þá strax haft samband við hina erlendu kaupendur og farið fram á heimild til að mega afgreiða síld með fitu allt niður í 10%. Rúmenar féllust á þetta, eftir að þeim hafði verið bent á, að ekkert útlit væri fyrir, að unnt yrði að fá meira magn af samningshæfri síld, en þegar hafði verið saltað fyrir þá (þ.e. 2.500 tunn- ur uppí 27.000 tunna samning). Vegna sífelldra ógæfta gátu skipin þó ekki athafnað sig við veiðamar nema dag og dag og miklir erfiðleikar voru á því að sigla með síldina hina löngu leið til sölt- unarhafnanna á Reykjanesi og við Faxa- flóa. Síld þessi var óvenjuléleg og reynd- ist miklum erfiðleikum bundið að nýta hana til söltunar. Af framangreindum ástæðum fór því langmestur hluti hennar til bræðslu í Vestmannaeyjum og á sunn- anverðum Austfjörðum. I janúar og febrúar veiddist engin síld við vestur- og suðvesturströndina. Engri síldarleit var haldið uppi á því svæði, nema hvað varðskipið Ægir leitaði á þessu svæði í nokkra daga. Er vertíð lauk hafði aðeins tekizt að salta tæplega helming þess magns, sem selt hafði verið með fyrirframsamningum. Hjá sumum kaupendum gætti mikillar óánægju vegna þessa og þá sérstaklega hjá hinum bandarísku og rúmensku kaupendum. Aftur á móti lýstu Austur-Þjóðverjar og Tékkar því yfir, að minnkun á afgreiðslu-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.