Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1965, Blaðsíða 8

Ægir - 01.02.1965, Blaðsíða 8
34 ÆGIR samkomulagi við fulltrúa sjómanna og út- gerðarmanna. L.I.Ú. mælti með sjóðstofnuninni og var hún síðan samþykkt af fulltrúum allra aðila í Verðlagsráði sjávarútvegsins um leið og bræðslusíldarverðið var ákveðið hinn 12. júní. Tilgangur sjóðsins var sá að taka þátt í kostnaði síldveiðiskipanna við siglingu þeirra til fjarliggjandi verksmiðja, innan sama verðlagssvæðis, og hvetja þannig til þessara siglinga, þegar svo stæði á, að veruleg löndunarbið væri hjá nærliggjandi verksmiðjum og þrær þeirra fullar eða að fyllast. Tillag í sjóðinn var ákveðið kr. 3.00 á hvert landað mál bræðslusíldar. Úr sjóðnum voru greiddar kr. 10.00 á hvert mál bræðslusíldar, þegar svo stóð á sem reglurnar sögðu til um og auk þess greiddu þær verksmiðjur, sem tóku á móti þessari bræðslusíld kr. 6.00 á hvert mál. Svo að alls nam flutningsstyrkurinn kr. 16.00 á málið. Þrátt fyrir þetta sigldu veiðiskipin ekki með meira magn af austurmiðum til fjar- liggjandi stöðva heldur en um 356.000 mál og tunnur. Þar af var flutningsstyrkur greiddur á um 184.000 mál. Eftirstöðvar sjóðsins, að frádregnum kostnaði, nema um kr. 6.250.000 og skiptast þær á skipin í hlutfalli við tillög hvers fyrir sig. Um tilhögun sjóðsins má lesa nánar í Lögbirtingablaðinu nr. 79, 25. júní 1964 og í 12. tbl. Ægis, hinn 1. júlí 1964. Brœfislusíldarverð. Bræðslusíldarverðið var ákveðið kr. 182.00 fyrir málið. Auk þess greiddu síld- arverksmiðjurnar kr. 3.00 á hvert móttekið mál bræðslusíldar í flutningasjóð þann, sem um getur hér að framan, í sambandi við flutninga bræðslusíldar. Síldarverksmiðjur ríkisins sendu út svo- hljóðandi tilkvnningu 20. júní 1964: „Síldarverksmiðjur ríkisins hafa ákveð- ið að kaupa bræðslusíld föstu verði í sumar á krónur 182.00 hvert mál síldar 150 lítra. Verðið er miðað við að síldin sé komin í löndunartæki verksmiðjanna eða um- hleðslutæki sérstakra síldarflutningaskipa, er flytja síldina til fjarliggjandi innlendra verksmiðja. Jafnframt hefur stjórn Síldarverk- smiðja ríkisins ákveðið, samkvæmt heim- ild sjávarútvegsmálaráðherra, að taka við bræðslusíld til vinnslu af útgerðarmönnum eða útgerðarfélögum, sem þess óska, að því tilskyldu, að aðalskrifstofu Síldarverk- smiðja ríkisins á Siglufirði hafi borizt til- kynning þar um eigi síðar en 27. þessa mánaðar. Fá þá þeir, sem leggja síldina inn til vinnslu, greitt óafturkræft 85% af áætlun- arverðinu, krónum 182.00, þ.e. kr. 154.70 á hvert mál við afhendingu síldarinnar og endanlegt verð síðar, ef um viðbót verður að ræða, þegar reikningar Síldarverk- smiðja ríkisins fyrir árið 1964 hafa verið gerðir upp. Þeim, er leggja síldina inn til vinnslu, skal greitt söluverð afurða þeirrar bræðslusíldar, sem tekin er til vinnslu, að frádregnum venjulegum rekstrarkostnaði, þar á meðal vöxtum af stofnkostnaði og ennfremur að frádregnum fyraingum, sem verða reiknaðar krónur 24.600.000,00 vegna ársins 1964. Þau skip, sem samið hafa um að leggja síldina inn til vinnslu, eru skyld að landa öllum bræðslusíldarafla sínum hjá Síldar- verksmiðjum ríkisins. Þó sé þeim heimilt að leggja síldina upp annarsstaðar í ein- stök skipti, ef löndunarbið hjá þeirri síld- arverksmiðju S.R., sem næst er veiðisvæði því, sem skipið er statt á, er meiri en 12 klukkustundir. Þetta gildir ekki, ef skipið siglir með afla sinn fram hjá stað, sem Síldarverksmiðjur ríkisins eiga síldarverk- smiðju á, þar sem slík löndunarbið er elcki fyrir hendi eða Síldarverksmiðjur ríkisins geta veitt síldinni móttöku á stað, sem er álíka nálægur eða nær veiðisvæðinu en verksmiðja sú í eigu annarra, sem skipið kynni að óska löndunar hjá. Bræðslusíld, sem þegar hefur verið land-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.