Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1965, Blaðsíða 23

Ægir - 01.02.1965, Blaðsíða 23
49 ÆGIR Frá Japan Piskveiðar Japana í öldudal árið 1963. í fyrsta skipti síðan 1955 hefur orðið sam- dráttur í fiskafla Japana. Heildaraflinn 1963 (að meðtöldum afla á hvalveiðum) varð 6,697,000 lestir, en var 6,860, 000 lestir árið 1962, og hafði þannig minnkað um 160,000 lestir. Túnfiskafiinn á línu varð 532,000 lestir árið 1963, eða 0,6% minni en árið áður. Stangar- og færaaflinn á túnfiskveiðum minnkaði um hvorki meira né minna en 16%. Aflinn á togveiðum á fjarlægari miðum nam 793,000 lestum, og varð 14% minni en árið 1962. Þetta stafar einkum af fækkun í móðurskipaflot- anum á norðlægum miðum, svo sem í Norður- Kyrrahafi og Beringshafi. Landanir togara, sem veiða í Atlantshafi og á miðum úti af Nýja Sjá- landi og Ástralíu, hafa hins vegar allt að því tvöfaldast. Aðaluppistaðan í árlegri aukningu landana í Japan 1957—1961 eru fiskveiðar á fjarlægari mið- um (túnfiskveiðar, togveiðar og lax- og krabba- veiðar frá móðurskipum). Þessar veiðar sýndu árlega aukningu, sem nam 14%, borið saman við 5.4% aukningu í afla á strandmiðum og 2,7% aukningu á heimamiðum. En eftir 1961 fór út- hafsaflinn að minnka um 13% árlega, og eftir 1963 nam hann 1,520,000 lestum, sem var 9% ftúnna en árið 1962. (World Fishing). Frá IMoregi Norsk-chileanskt útgerðarfélag. í Álasundi liefur verið stofnaS nýtt norsk- chileanskt útgerðarfyrirtæki, sem lilaut nafnið »Chilinor.“ Meðal hluthafa eru ýmiss verkfræði- félög og bankar. Yerkfræðingurinn H. Watzinger mun gæta hagsmuna félagsins í Chile. Ætlunin er að koma á fót fiskvinnslustöðvum í Puerto Mont í Suður-Chile, og síðar í frystihúsum og "iðursuðuverksmiðjum. Yfirvöld í Chile og sömuleiðis PAO eru mjög hlynnt þessum framkvæmdum. Taldir eru miklir möguleikar á útflutningi norskra veiðarfæra og annars útbúnaðar til Chile, strax og vinnslustöðv- arnar hefja starfsemi sína. (Xnformation uber die Fishwirtschaft). Aö kaupa þaó bezta sSPARNAÐUR! Margföld reynzla hefur sannað endingar- gæði RUST-OLEUM, sem á sér enga hlið- stæðu. 40 ára leiðandi notkitn í Bandarikj- unum sanna gæðin. RUST-OLEUM inniheldur sérstakar efna- blöndur úr fiskiolíum og smýgur í gegnum ryðið alla leið að hinum óskemmda málmi. RUST- OLEUM sparar bæði vinnu og efnis kostnað með hinu mikla endingarþoli sínu. titqerðarmewt! ílotii þjióe7,ts - Má mT-0L£UM! RUST-OLEUM Sérstætt eins og yðar eigið fingrafar. E. TH. MATHIESEN h.f. LAUGAVEG 178 - SÍMI 36 570

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.