Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1965, Blaðsíða 26

Ægir - 01.02.1965, Blaðsíða 26
52 ÆGIR unum Vestur-Þýzkalands eru seld hraðfryst mat- væli. Fjöldi stórra kæliborða, sem taka 200 1 eða meira, hefur aukizt úr 5000 árið 1956 í rúm 80000 árið 1963. Auk þess er mikið af smærri kælikistum og kæliskápum. Einnig mjólkur-, fisk- og kjötbúðir koma sér upp kæliborðum í æ stærri stíl. Heildsalar hafa til umráða 700 hraðfrysti- geymslur. Iðnaðarfrystihúsin, sem hafa um 1 millj. m3 geymslurými, geta geymt 250000 lestir af matvælum. Sala á hraðfrystum matvælum hélt áfram að aukast á árinu 1964, og allar líkur benda til, að neyzlan muni aukast hröðum skrefum á komandi árum. Er sennilega ekki ofsagt, að aukningin verði tvöföld eða jafnvel þreföld á næstu 4 árum. (Noryes Utenrikslumdel). ^ SKIP OG VÉLAR * Islenzkt síldveiðiskip Hinn 18. janúar 1965 var undirritaður samningur milli Magnúsar Gamalíelssonar, útgerðarmanns í Ólafsfirði og Slippstöðv- arinnar h.f. á Akureyri, um smíði á 335 brúttó rúmlesta stálfiskiskipi. Skipið er teiknað af Hjálmari R. Bárðarsyni, skipa- skoðunarstjóra, og verður af sömu gerð og m/s Reykjaborg RE. Aðalmál skips- ins eru: Mesta lengd 39,15 m, lengd milli lóðlína 34,00 m, breidd 7,70 m, dýpt 3,80 m. Aðalvél skipsins verður 800 hestafla Mannheim vél, og skiptiskrúfubúnaður af Hindemarck Berg gerð. Skipið verður auk þess búið öllum fullkomnustu fiskileitar- og siglingartækjum. Áformað er að skipið verði þannig úr garði gert, að það geti stundað togveiðar, auk línu-, neta- og nótaveiðar. Upphitun í skipinu er með raf- magni. Kraftblökk og gálgi af sömu gerð og í m/s Reykjaborg. Skipasmíðastöðin mun gera kaupanda sérstakt tilboð í hliðarskrúfubúnað. Áformað er að afhenda skipið vorið 1966. Með smíði þessa skips fara Norðlending- ar inn á nýjar brautir í atvinnulífinu, og er þess að vænta, að smíði skipsins takist veþen það mundi verða atvinnulífi Norður- lands mikil lyftistöng. BRUINiTOMS (!\IUSSELBURGH) LTD., IUusselbui-gh, Skotl. Viðurkenndasta verksmiðja Bretlands í framleiðslu allskonar stálvíra. Á því sviði hafa BRUNTONS rutt brautina með allskonar nýjungum, til dæmis 1925, er þeir hófu framleiðslu á yfirspunnum vír, „BEACON PRELAY PREFORMED". Hér á landi er það fyrst og fremst sjávarútvegur- inn, sem notað hefur BRUNTONS stálvíra. Það er því fróðlegt að geta þess, að mestu hengibrýr lands- ins til þessa, Skjálfandafljótsbrúin í Bárðardal (112 metra haf) og Hvít- árbrúin hjá Iðu (109 metra haf)’, hafa eingöngu BRUNTONS burðarvíra. Einkaumboðsmenn: V. Sigurðsson & Snæbjörnsson hf. ÆGIR rit Fiskifélags íslands. Kemur út hálfsmánaðarlega. Árgangurinn er kringum 450 síður og kostar 100 kr. Gjalddagi er 1. júlí. Afgreiðslu- sími er 10501. Pósth. 20. Ritstj. Davíð Ólafsson, Prentað í ísafold.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.