Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1965, Blaðsíða 12

Ægir - 01.02.1965, Blaðsíða 12
38 ÆGIR magni til þeirra kæmi sér ekki illa fyrir þá, enda voru saltsíldarbirgðir í Austur- Þýzkalandi t.d. mjög miklar um þær mund- ir vegna hinnar miklu síldveiði í Norðursjó sumarið og haustið 1963. Heildarsöltunin á vertíðinni varð aðeins 67.046 tunnur (þar af 6.738 tnr. flök). Á eftirtöldum 3 stöðvum var mest saltað eða svo sem hér segir: Reykjavík ............... 21.897 tnr. Keflavík og nágr......... 21.673 — Akranes ................. 10.299 — Fjórar hæstu söltunarstöðvarnar voru: Bæjarútgerð Reykjavíkur . . 8.360 tnr. Júpiter & Marz ............ 5.321 — Haraldur Böðvarsson & Co. . 5.303 — ísbjöminn h.f.............. 4.726 — Heildarútflutningur varð aðeins 60.124 tnr. Síldin var seld til Póllands, Rúmeníu, A-Þýzkalands, Bandaríkjanna, ísrael, Sví- þjóðar, V-Þýzkalands og Tékkóslóvakíu. SíldarvertíSin 19 6 U. Samið var um fyrirframsölu á um 160.000 tnr. og var síldin seld til Sovét- ríkjanna, Póllands, Rúmeníu, Bandaríkj- anna, Svíþjóðar, Tékkóslóvakíu, ísrael og Danmerkur. Síldveiðarnar hófust að þessu sinni fyrri hluta október, þó höfðu nokkur skip byrjað fyrir þann tíma. Þátttaka í veiðunum var langtum minni en venja hefir verið undanfarin ár, enda var veiðin mjög dræm og á sama tíma var mjög góð veiði á síldarmiðunum úti af Austfjörðum. Svo til öll síldin, sem veiddist við Suð- vesturland, fékkst á miðunum úti af Snæ- fellsnesi á tímabilinu frá því í október- byrjun og fram undir miðjan nóvember, en þá héldu svo til öll skipin á miðin austur af landinu. Svo til engin síld hefir veiðzt síðan á hinum venjulegu síldarmiðum við Suðvesturland. Skeiðarárdýpissíldin. Eins og kunnugt er hefir nokkur veiði verið í Skeiðarárdýpi undanfarið en sára lítið hefir verið saltað af þeirri síld. Síld þessi er bæði horuð og misjöfn að stærð, þó mun unnt að salta a.m.k. hluta hennar fyrir Rúmeníumarkað, þar sem síldin fyrir þann markað má vera með fitumagni allt niður í 10% auk þess sem Rúmenar samþykkja að taka við mjög smárri síld. Enda þótt svo virðist sem unnt sé að nota Skeiðarárdýpissíldina til söltunar fyr- ir Rúmeníu, hefir lítið af þessari síld farið til söltunar, þar sem veiðiskipin fást ekki til að flytja hana til söltunarhafna á Suð- vesturlandi sökum fjarlægðar þessara hafna frá miðunum. Mjög fá skip hafa tekið þátt í veiðunum nú eftir áramótin vegna verkfalls sjómanna. Hefur því mest- um hluta þessarar síldar verið landað í Vestmannaeyjum, en þar er lítil aðstaða til söltunar. Saltaö á Austurlandi uppí suðurlands- samninga. Fyrri hluta desembermánaðar sóttu all- margar söltunarstöðvar á Austurlandi um leyfi til þess að salta uppí gerða samninga um Suðurlandssíld, þar sem Austfjarða- síldin var ekki talin hæf uppí samninga um Norðurlandssíld. Söltun var leyfð með sömu skilyrðum og gilda sunnanlands og vestan. Síldina verður að salta í húsi, þar sem frosts gætir ekki og geyma verður hana í upphituðum lagerhúsum eftir söltun á sama hátt og á Suður- og Vesturlandi. Þrátt fyrir allgóðan afla á Austfjarða- miðum, hefir tiltölulega lítið verið saltað á Austfjörðum vegna fólkseklu og skorts á hæfu söltunar- og geymsluhúsnæði. Rú- menar hafa samþykkt, að afgreiða megi frá Austfjörðum hluta af því magni, sem samið hefir verið um sölu á til þeirra. Um miðjan janúar hafði verið saltað í rúml. 50 þús. tnr., þar af var saltað á Austfjörðum í um 10.000 tnr. af rúndsíld.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.