Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1965, Blaðsíða 17

Ægir - 01.02.1965, Blaðsíða 17
ÆGIR 43 Sjávarútvegurinn við áramót Framahald af bls. 39 stöðvar höfðu ekki tilbúna þá síld sem afskipa átti. Útflutningur mun skiptast þannig á ein- stök lönd: Svíþjóð . . . 192.300 tnr. Danmörk .. . . 13.900 — Noregur 8.500 — Sovétríkin . .. . 47.500 — Pinnland . .. . 58.000 — V-Þýzkaland .... ... . 11.000 — U.S.A 14.000 — fsrael 500 — 346.000 tnr. Eins og söltunarskýrslur bera með sér var mun meira saltað af sykur- og kiydd- síld en af saltsíld (cutsíld). Kunnugir vita ástæðuna, sem er sú að til verkunar sykur- og kryddsíldar er unnt að nýta eldri síld — þ.e. síld, sem veiðist lengra frá landi — en til cutsíldarverkunar. Reynt hefur verið að bjóða hinum ágætu viðskiptalöndum okkar Sovétríkjunum og U.S.A sykur- og ki’yddsíld, en þau halda sig að saltsíldinni. Af þessu leiðir, að unnt er að afgreiða til Svíþjóðar og Finnlands prosentvís nieira magn en til annarra viðskiptavina. Pinnland t.d. notar svo að segja eingöngu sykur og kryddsíld, og Svíþjóð rösklega % af keyptu magni. Síldarútvegsnefnd tókst að fá nokkra hækkun á útflutningsverði. Framleiðslu- kostnaður innanlands hækkaði einnig nokk- uð. Fersksíldarverðið hækkaði úr kr.220,00 i kr. 230,00 fyrir uppmælda tunnu og úr ki’. 298,00 í kr. 313,00 fyrir uppsaltaða tunnu 3 lög í hring. Er það um 11% hækk- Un fi’á fyrra ári ef miðað er við uppsalt- aða tunnu, en meginhluti síldarinnar sem söltuð var á Austurlandi mun hafa verið keyptur við því verði. Við athugun á þessu stutta yfirliti kem- Un þrennt í ljós: 1) Mikill síldarafli, þegar á heildina er litið. 2) Gerðir voru miklir fyrirframsamn- ingar og hefði þó verið unnt að selja meira. 3) Hlutur saltsíldarinnar í framleiðsl- unni varð minni en áður. Flestir höfðu búizt við mikiili veiði og var það byggt á reynslu undanfarinna ára, hinni nýju tækni, sem æ fleiri skip- stjórar tileinka sér, betri búnaði skipanna og stærri og betri skip til langsóknar. Svo sem yfirlit þetta ber með sér voru gerðir miklir fyrirframsamningar um sölu síldar eða samtals á öllu landinu 588 þús. útfluttar tnr. Nokkuð af þessu magni var flökuð síld. Mun því ekki fjarri lagi að um 1 milljón uppmældra tunna hefði þurft til þess að salta uppí fyrirframsamninga. Hægt hefði verið að gera meiri samninga, en nefndin kippti að sér hendinni er hún sá, hvað verða vildi bæði um sumar- og vetrarsíldina. Meginástæðan til þess að ekki tókst að salta meira var sú að síldveiði brást með öllu fyrir Norðurlandi og í Faxaflóa, og að nokkru fyrir Suðvesturlandi. Á þessum svæðum eru fjölmargar söltunarstöðvar vel búnar að tækjum, með ágæta aðstöðu til söltunar og hafa yfir að ráða miklum og vel þjálfuðum mannafla til síldarsöltun- ar. Þá tafði það nokkuð fyrir söltun og dró úr nýtingu síldarinnar að vegna mis- stærðar þurfti að flokka hana allvandlega. Það hlýtur að verða aðalviðfangsefni þeirra sem þennan atvinnuveg — síldar- söltun — stunda, og allra þeirra annarra sem um þennan atvinnuveg fjalla, að finna úrræði til þess að nýta velbúnar síldar- verkunarstöðvar og staðbundinn mannafla, á þeim stöðum sem nú liggja svo fjarri síldveiðisvæðunum, að síldin verður ekki nýtt til söltunar á venjulegan hátt. Verður ekki í fljótu bragði komið auga á aðra leið en flutning síldarinnar og geymslu hennar um lengri tíma en áður hefur tíðk- azt. Nokkrar tilraunir hafa verið gerðar, en ekki mun ég ræða þær hér. Vissulega

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.