Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1965, Blaðsíða 13

Ægir - 01.02.1965, Blaðsíða 13
ÆGIR 39 Norður- og Austurlandssíldin. Þrátt fyrir hina miklu síldveiði tókst ekki að salta nema í 354.297,5 tunnur. Er þetta lakasta söltunarárið 4 seinustu árin. En söltunartölur seinustu 3ja ára eru svo: 1963: 463.403 (sem er metsöltun sumar- vertíðar) 1962: 375.213 og 1961: 363.741. Eins og árið áður var engin síld söltuð vestan Siglufjarðar og nú bættist það við, að á svæðinu Siglufjörður-Húsavík var hrein ördeyða. Á þessu svæði að báðum stöðum meðtöldum voru aðeins saltaðar 23.650 tnr. Á hinu forna höfuðbóli síldar- söltunar á Islandi — Siglufirði — voru aðeins saltaðar 12.634 tnr. eða sem svarar sómasamlegri söltun á einni góðri söltunar- stöð. Ef söltunarsvæðinu er skipt um Langa- nes, voru saltaðar 92.205,5 tnr. vestan Langaness en 262.092 austan. Eftir tegundum skiptist söltunin svo: Cutsíld ......... 111.218 tnr. Sykursíld........ 168.018 — Kryddsíld ....... 75.061,5 — Samtals: 354.205,5 tnr. Fyrsta síldin var söltuð á Húsavík og Raufarhöfn 30. júní. Mest var saltað á öllu landinu 10. ágúst 18.719 tnr. og 14. ágúst 13.072 tnr. Á eftirtöldum 3 stöðum var saltað mest: Seyðisfjörður ....... 93.538 tnr. Raufarhöfn .......... 66.772 — Neskaupstaður ....... 41.391 — Eftirtaldar 4 söltunarstöðvar höfðu mesta söltun: Ströndin s.f. Seyðisfirði .. 19.410 tnr. Auðbjörg h.f. Eskifirði .. . 17.494 — Hafaldan h.f. Seyðisfirði . . 16.377 — Sunnuver h.f. Seyðisfirði .. 15.514 — Síldin var yfirleitt feit, en eins og búizt var við bar mikið á smárri síld. Skil á milli stórrar og smárrar síldar voru glögg. Mik- il vinna var í því að flokka síldina, en sölusamningar voru að mestu bundnir við ákveðna stærð. Tafði þetta að sjálfsögðu fyrir söltun og minnkaði afkastagetu. Það auðveldaði söltun, að víða, einkum á Aust- fjörðum, voru flokkunarvélar — íslenzk uppfinning — sem reyndust vel. Árangur varð sá, að súrsíld, sem fór til söltunar reyndist vel að því er stærð snertir og sennilega með betri saltsíldarárgöngum til útflutnings. Eins og alkunna er, þá eru okkar beztu og stærstu markaðir fyrir stóra síld, en því miður má vænta þess, að erfitt geti orðið næsta sumar og e.t.v. lengur að fá þá vöru. Samningar voru gerðir um samtals 428 þúsund tunnur. Við eftirtalin 3 lönd voru hæstir samningar: Svíþjóð ............ 234.500 tnr. Sovétríkin .......... 75.000 — Finnland ............ 58.000 — Um áramót var búið að afskipa 321.103 tunnum fyrir FOB-verðmæti 356,7 millj. króna. Eftir er að afskipa uppí samninga ca. 25.000 tnr. að verðmæti 27,3 milljónir króna. Verður þá heildarútflutningur ríf- lega 346 þúsund tunnur að verðmæti 393 milljónir króna. Gera má ráð fyrir að ca. 2000 — 3000 tnr. verði til ráðstöfunar síð- ar, en við skoðun til útflutnings fullnægði hún ekki samningsákvæðum. Þegar þetta er skrifað er ekki vitað hvort tekst að selja, en vonir standa til þess. Þá voru saltaðar ca. 6000 tnr. sem nota á til niður- lagningar fyrir innlendan og erlendan markað. Gert er ráð fyrir að útflutningi verði lokið um miðjan febrúar. Eins og áður hefur það valdið miklum erfiðleikum við útflutning, að síldarsaltendur hafa ekki haft nægilegt vinnuafl til þess að síldin væri tilbúin til útflutnings á tilskyldum tíma. Hefur Síldarútvegsnefnd bæði þurft að fresta afskipunum af þeim sökum og einnig orðið að greiða nokkrar upphæðir til skipa vegna biðtíma, þar sem söltunar- Framhald á bls. 4.3

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.