Ægir

Árgangur

Ægir - 15.12.1965, Síða 15

Ægir - 15.12.1965, Síða 15
ÆGIR 365 Kynnislerð til Bretlands Á s. 1. sumri tók stjórn Fiskifélagsins þá ákvörðun að beita sér fyrir kynnisferð til Bretlands í því skyni að skoða nýja gerð togara, sem Ross samsteypan, sem er í fremstu röð brezkra togaraútgerðar- fyrirtækja, hefir verið að láta byggja í tilraunaskyni. Skyldi fulltrúum frá sam- tökum sjómanna og útgerðarmanna gef- inn kostur á að taka þátt í kynnisferð þess- ari. Til fararinnar völdust eftirtaldir menn: Davíð Ólafsson, sem var farar- stjóri, Hafsteinn Bergþórsson, Ingvar Vil- hjálmsson, Pétur Ottesen og Þórarinn Árnason, allir frá Fiskifélagi íslands, Ágúst Flygenring, frá L. f. Ú., Vilhelm Þorsteinsson, frá F. í. B., Bjarni Ingi- marsson og Alfreð Júlíusson, frá F. F. S. í., Kristján Jóhannesson, frá S. S. f. og Jóhann J. E. Kúld, frá A. S. í. Valinn var sá tími til fararinnar þegar vitað var um, að nýjasti togarinn af þess- ari gerð, ,,Ross Fortune", átti að vera til- búinn í reynsluferð, en forstjórar Ross samsteypunnar höfðu tekið því mjög vel að gefa mönnum héðan tækifæri til að skoða skipið og kynna sér útbúnað þess og ýmislegt í sambandi við reksturinn o. fl. Komið var til Grimsby sunnudaginn 31. okt. og dvalið þar til 4. nóv. Móttöku af hálfu Ross samsteypunnar annaðist Mr. John Ross, framkvæmdastj óri togaraút- gerðar samsteypunnar, og hafði hann gert ýtarlega áætlun um dvöl hópsins í Grims- by en meginatriði í þeirri áætlun var að fara í reynsluferð með togaranum daginn eftir. Ennfremur var gert ráð fyrir að skoða ýmis vinnslufyrirtæki samsteypunn- ar, ræða við sérfræðinga þeirra í togara- byggingum og útgerð og loks síðasta dag- inn að fara til Selby og skoða þar skipa- smíðastöð Cochrane, en þar hafa þessi skip verið byggð. Séð yfir framþilfar bakborðsmegin

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.