Ægir

Årgang

Ægir - 15.12.1965, Side 21

Ægir - 15.12.1965, Side 21
Æ GIR 371 Var okkur tjáð, að þegar skipið væri á nærmiðum væru hásetar 4, en allt upp í 6 þegar lengra væri farið. Með tilliti til afla- magnsins, sem reiknað er með, er ekki talið fært að fækka mönnum meira. Ljóst er, að á þessu skipi stendur ýmislegt til bóta enda var sagt, að tilraunum með þessa gerð skipa væri enn hvergi nærri lokið og mætti búast við ýmsum breyting- um þegar reynsla væri fengin. Það, sem telja verður athyglisverðast við þetta skip, er vafalaust fyrirkomulag á stýringu vélarinnar, og skal nú gerð nokk- ur grein fyrir vélabúnaði o. fl. í því sam- bandi. Aðalvél er Paxman, gerð 12YH, 12 strokka, 950 hestöfl við 1500 snún. Vél þessi er V byggð, léttbyggð og fyrirferðar- lítil. Við hana er tengdur niðurfærslugír af gerðinni MWD 5:1. Vélin gefur þá 860 hestöfl á skrúfu. Skiptiskrúfa er af Seffle gerð, vökva-skipt. Henni er stjórnað úr brúnni með einu handfangi og fer skipting öll fram með vökva. í niðurfærslugírnum er einnig kúpling og er hægt að stöðva snúning skrúfunnar beint úr brúnni, ef með þarf, án þess að stöðva aðalvélina. Úrtak er úr gírnum fyrir drif á spilraf- alinn. Framan á vélina er tengdur 80KW rafall fyrir dælur og ljós skipsins. Hjálparvél er Ruston, 6 strokka, af gerð- inni 6YDAZ, er drífur 75KW rafal til al- mennra nota, þegar aðalvél er ekki í gangi. Rafal þennan má einnig nota fyrir tog- spil, ef aðalvél er ekki í gangi. Hjálparvél, Ruston, 2 strokkar, gerð 2YDAZ. Er hún ætluð fyrir ljós er skipið er í höfn. Á hana er tengd loftþjappa. Vél þessa má einnig ræsa með handafli. Hjálparvélar þessar eru léttbyggðar, loftkældar, hraðgengar og ræstar með lofti. I þessu skipi hefur verið lögð áherzla á að hafa aðeins eina vél í gangi í einu, þar af leiðandi eru allar dælur og rafalar, sem hægt er að koma við að drífa frá aðalvél- inni, tengdar við hana. Þar sparast raf- mótorar og viðhald þeirra. Þar á móti koma reimar og viðhald þeirra. Ekki eru, að því er virðist, rafalar þessir og dælur til trafala við viðgerðir og viðhald aðalvélar. Öll sjórör eru úr efni, sem ekki tærist og er ódýrt (Yorkalbro). 1 vélarúmi eru einnig 2 Mono-dælur, 3" til alhliða notkunar fyrir sjó á þilfar o. fl. Ein Mono-dæla 21/%' eingöngu til notkun- Varpan dregin inn.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.