Ægir

Volume

Ægir - 15.12.1965, Page 27

Ægir - 15.12.1965, Page 27
377 ÆGIR KYNNISFERÐ TIL BRETLANDS Framh. af bls. 375. Þá nutum við og frábærrar gestrisni er heimsótt var verksmiðja Ruston og Horns- by og Cochrane skipasmíðastöðin í Selby, sem áður er getið og loks má ekki gleyma að minnast á, að borgarstjóri Grimsby- borgar Mr. D. Petchell og kona hans, sem er íslenzkrar ættar, tóku á móti okkur í ráðhúsi borgarinnar af mikilli rausn. D. Öl. VITAMÁL Nr. Jt. Alþjóða-siglingarc'/lur til að koma í veg fyrir árekstra á sjó. Alþjóða-siglingareglumar frá 1948 voru endur- skoðaðar af alþjóðlegri ráðstefnu um öryggi mannslífa á hafinu árið 1960. Sjófarendur eru minntir á, að hinar nýju sigl- ingareglur taka gildi 1. septemher 1965. En sá dagur hefur verið ákveðinn af alþjóða-siglinga- málastofnuninni (IMCO) samkvæmt þeirri á- kvörðun, að reglurnar tækju gildi ári eftir að nægjanlegur fjöldi þátttökuríkja ráðstefnunnar hefði samþykkt þær. Fiskimönnum er sérstaklega bent á ákvæði um breyttan ljósaútbúnað fiskiskipa. Hinar nýju siglingareglur verða gefnar út inn- an skamms og verða þá fáanlegar hjá Skipaskoð- un ríkisins og samgöngumálaráðuneytinu. Heimild: Skipaskoðunarstjóri. LJÓSKASTARAR Títvegum frá Norsk Jungner A.S. ljóskastara fyrir skip og báta. Ljóskastararnir eru af viðurkenndum gæðum og fáan- legir í ýmsum stærðum og gerðum, fyrir 32, 110 og 220 Volta spennu. Verð eru mjög hagstæð. Smith & Norland h.f. Verkfræðingar - Innflytjendur Pósthólf 519 - Sími 38320

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.