Ægir - 15.04.1970, Qupperneq 13
Æ GIR
111
þ- e. a. s. vélvæða meðhöndlun veiðarfæra
°8' fisks. Nefndi hann að tilraunir með
neta-tromlur, sem vefja vörpuna upp á sig,
tafi g-óðu (sjá mynd 2). Með notkun þeirra
ma fækka mönnum á dekki togara og stytta
tímana, sem tekur að tæma vörpuna og ef
^otaðar eru tvær vörpur, t. d. botnvarpa
°S flotvarpa, má stytta tímann verulega,
Sem það tekur að skipta um veiðarfæri.
þessa mætti samræma betur notkun
Pessara tækja og notkun fiskvinnslutækja,
s- s. slægingarvéla, þvottavéla o. fl. Hann
lysti því sem skoðun sinni, að skip fram-
tíðarinnar yrðu mönnuð færri en betur
Pjálfuðum og betur launuðum mönnum og
því reyndu þeir að finna upp ný tæki, end-
ui’bæta eldri tæki og samræma notkun
þeirra til að flýta þessari þróun.
Yury Kadilnikof f, yf irverkfræðingur
ujá rússnesku Atlantshafs-fiskveiðirann-
sóknardeildinni, lýsti tilraun, sem Rússar
eru að gera með 950 tonna „Catamaran"
Þetta skip, sem sýnt er á mynd 3, er bæði
ætlað til togveiða og snurpinótarveiða. Það
er í raun og veru tveir CRT—300 rekneta-
skipabolir, sem tengdir eru með stórri brú
og sterkri tengi-yfirbyggingu. Skipið, sem
heitir „Experiment" (þ. e. a. s. Tilraun),
er 40 m langt og 19 m. breitt. Með 300
hestafla vél í hvorum bol kemst skipið á
um 9 sjómílna hraða. Áhöfn er 33 menn
og úthaldsþol um 27 dagar.
Áhöfn og smiðir skipsins eru mjög
ánægðir með árangur þann, sem náðst hef-
ur. Má nefna sérstaklega mikla sjóhæfni
skipsins og þægindi við að skipta yfir milli
mismunandi veiðiaðferða, svo sem frá
botnvörpu yfir í snurpinót eða öfugt. Þar
sem skipið hefur tvær skutrennur er hægt
að veiða með tveimur botnvörpum á víxl.
Mig grunar samt að skipið sé nokkuð
dýrt í byggingu og rekstri.