Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 15.09.1970, Qupperneq 6

Ægir - 15.09.1970, Qupperneq 6
272 ÆGIR GuSni Þorsteinsson, fiskifræðingur: TÆKIMIMÁL SKURÐUR Á NETI 1. Inngangur. Þar sem höfundur þessarar greinar hef- ur rekið sig á, að íslenzkum netagerðar- mönnum hefur ekki verið kennt að reikna út skurð á neti, er ekki að ófyrirsynju að koma á framfæri nokkrum reglum, sem gagnlegt er að kunna, þegar net er skorið. Ég hef þegar kynnt nokkrum netagerðar- mönnum reglur þessar lítillega og hafa þeir hvatt mig til að birta þær. 2. Hugtök. Gott getur verið að kunna nokkur skil á heitum í netagerð á erlendum málum. Segja má, að hver þjóð noti að miklu leyti sitt eigið móðurmál í netagerð, þrátt fyrir margvíslegar tilraunir til að samræma þessi heiti fyrir öll mál. Nokkuð er um það, að ensk heiti séu notuð utan enskumæl- andi landa, en það fer þó minnkandi. Á ensku er upptakan kölluð „mesh“ (m), síðan „point“ (p) og leggurinn „bar“ (b). Stofnun nokkur, sem nefnist International Organization for Standardization (ISO) og margar þjóðir eru aðiiar að, hefur sett sér að markmiði að samræma ýmis heiti og hugtök í iðnaði, enda ekki vanþörf á. Hvað netagerð varðar, hefur gengið á ýmsu um samræminguna. Eftir miklar umræður var ákveðið að kalla upptökuna „horizontal“ (H) og síðuna „vertical" (V), en láta enska heitið „bar“ halda sér fyrir legginn. Þar sem höfundur þessarar greinar taldi, að þessi heiti myndu eiga framtíð fyrir sér, ákvað hann að nota þau við ís- lenzkar ritsmíðar m. a. til að kynna þau fyrir þeim, sem áhuga hafa á. Síðar ákvað ISO að kalla upptökuna „tela“ (T) og síð- una „natica" (N) og er ekki gott að segja, hvort þessi heiti muni standa lengi. Með hliðsjón af þeirri ringulreið, sem ríkir í nöfnum á neti, fer bezt á því að nota ís- lenzku heitin, en þægilegt getur þó verið að kannast við hin ensku og alþjóðlegu. Að lokum er þó rétt að minnast örlítið á legginn. Þegar átt er við legg í netskurði er átt við, að einn leggur hafi verið skor- inn í sundur. Við það myndast í rauninni „hálfur“. Skurðurinn ein síða, tveir leggir eða 1S2L er sýndur á 1. mynd, til að um engan misskilning geti verið að ræða. 1. mynd. Skurðarmynztrið ein síða, tveir legíl1' (1S2L).

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.