Ægir

Árgangur

Ægir - 15.09.1970, Síða 10

Ægir - 15.09.1970, Síða 10
276 ÆGIR sem ekki er hægt að skera 1/2 UIL, skal skera 1U2L, eins og sýnt er á 4. mynd. i) Netbyrði (mynd 5) skal skorið úr 200 upptökum niður í 20 á 90 síðum. Fjöldi umferða —L=180 (4) og í jöfnu (3) þekkjum við, að úrtökurnar eru 180 og L/2 =90. Því hlýtur U=90. Því skal skera 1U2L. Við veitum því athygli, að þetta er sami skurður og í dæmi h), þar sem minnk- að var um heilan möskva í hverri umferð. I dæmi i) þurftum við einmitt að minnka um 180 möskva í 180 umferðum. Hér er í báðum tilvikum um sama dæmið að ræða, sett upp á dálítið mismunandi hátt, svo að menn glöggvi sig betur. j) Skera skal 1000 möskva bálk niður í ekki neitt á 100 síðum. Umferðirnar eru því 200=L og úrtökurnar nú 1000 möskv- ar og U því 900. Því skal skorið 9U2L eða 5U1L og 4U1L á víxl. k) Skera skal 1000 möskva bálk niður í ekki neitt á 260 síðum. Jöfnur (3) og (4) gefa nú L=520 og U=740. Til þess að fá nú nothæft skurðarmynztur verður að setja L=500 og U=750 og notast við skurðinn 3U2L. Með því að nota þennan skurð verður dýpt bálksins þó einungis 250 síður, eða 10 síðum minni en ætlunin var. Til þess að dýpka netið um þessa 10 möskva, verður að skera aukalega 20 leggi, sem dreifa má jafnt á skurðkantinn. Dæmi þessi eru væntanlega fleiri en nauðsynlegt er, til þess að menn átti sig á því, hvernig í’eikna skal út skurð á neti. Til hægðarauka verður þó loks sýnt í töflu I samhengið á milli umferðafjölda á hverja úrtöku og tilsvarandi skurðar- mynzturs. NÝ FISKISKIP I maímánuði s. 1. var nýjum 11 brl. bát hleypt af stokkunum hjá Bátalóni hf- í Hafnarfirði og hlaut hann nafnið Ása RE 17. Báturinn er smíð- aður úr eik og furu og er allur hinn vand- aðasti. Vélin er af gerðinni Ford Power 95 hö. Báturinn er vel út- búinn tækjum, má þar nefna dýptar- mæli, talstöð, svo og 5 rafmagnsfæravind- ur. Báturinn er enn- fremur útbúinn með sérstökum toggálga að aftan, er gerir skuttog mögulegt. Báturinn er smíðaður fyrir bræðurna Sigurþór og Vilberg Sigurðssyni í Reykja- vík og óskar Ægir þeim til hamingju með hinn nýja farkost.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.