Ægir

Volume

Ægir - 15.09.1970, Page 11

Ægir - 15.09.1970, Page 11
ÆGIR 277 Hinn 29. marz s.l. var nýju glæsilegu 101 brl. stálskipi hleypt af stokkunum í Skipasmíðastöð Þor- geirs og Ellerts á Akranesi og hlaut það nafnið Siglunes SH 22. Skipið er teiknað af Guðmundi Erlendssyni, skipa- verkfræðingi, og er sérstaklega styrkt fyrir siglingar í ís. Aðalvélin er 450 ha Caterpillar, ljósavél- in af Volvo Penta gerð, 62 hestafla. Fiskilestin er ein- angruð og búin tækj- um til kælingar og eru tækin af Sabro gerð. Þá er skipið útbúið fyrir veiðar með netum, línu og botnvörpu og búið öllum nýjustu vélum og tækjum, sem í slíkum fiskiskipum tíðkast. Skipið var smíðað fyrir Hjálmar Gunnarsson útgergarmann, Grundarfirði, en kona hans, frú Helga Árnadóttir, gaf skipinu nafn. Ægir óskar hinum nýja eiganda, svo og Grundfirðingum öllum, til hamingju með hið nýja skip. Um miðjan marz, s. h var nýjum 10 brl. bát hleypt af stokk- unum hjá Bátalóni h/f í Hafnarfirði og hlaut hann nafnið Kristín RE 380. Bát- urinn er smíðaður úr eik og furu og er all- ur hinn vandaðasti. Vélin er af gerðinni Ford Parson 95 hö. Báturinn er útbúinn 6 rafmagnsfæravind- um, dýptarmæli og talstöð. Báturinn var smíð- aður fyrir Kristfinn Ólafsson Reykjavík. Ægir óskar eiganda til hamingju með hinn nýja farkost.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.