Ægir - 15.06.1971, Blaðsíða 4
134
ÆGIR
Lestir Sjóf.
10 bátar með handfæri 39 28
7 — — botnvörpu 232 17
6 — — humarvörpu 22 8
6 — — net 146 20
2 — — línu 50 13
31 bátur alls með 489 86
Auk þess var afli aðkomubáta 39 lestir.
Gæftir voru góðar. Heildaraflinn í Kefla-
vík frá 1. jan. — 31. maí var alls 14.728
lestir.
Vogar. Þar landaði enginn bátur afla
sínum á þessu tímabili. Heildaraflinn í
Vogum frá 1. jan. — 31. maí var alls
2.186 lestir.
Hafnarfjörður. Þaðan stunduðu 2 bátar
veiðar, þar af 1 með net og 1 með botn-
vörpu. Aflinn var alls 46 lestir í 5 sjóferð-
um. Auk þess var afli aðkomubáta 50 lest-
ir. Heildaraflinn í Hafnarfirði frá 1. jan.
— 31. maí var alls 1.843 lestir.
Reykjavík. Þaðan stunduðu 20 bátar
veiðar, þar af 10 með botnvörpu, 4 með
net, 4 með handfæri, 1 með þorsknót og 1
með línu. Aflinn var alls 654 lestir, þar af
var afli smábáta 85 lestir. Heildaraflinn í
Reykjavík frá 1. jan. — 31. maí var alls
5.596 lestir.
Akranes. Þaðan stunduðu 10 bátar veið-
ar, þar af 5 með handfæri, 2 með botn-
vörpu, 1 með humarvörpu, 1 með net og 1
með þorsknót. Aflinn var alls 178 lestir í
15 sjóferðum. Gæftir voru góðar. Heildar-
aflinn á Akranesi frá 1. jan. — 31. maí
var alls 8.020 lestir.
Rif. Þaðan stunduðu 5 bátar veiðar, og
var afli þeirra alls 216 lestir í 58 sjóferð-
um, þar af 1.2 lestir rækja. Gæftir voru
góðar. Heildaraflinn á Rifi frá 1. jan. —
31. maí var alls 5.131 lest, þar af 1.2 lestir
rækja.
ólafsvík. Þaðan stundaði 21 bátur veið-
ar, þar af 18 með handfæri og 3 með net.
Aflinn á tímabilinu var alls 169 lestir í 66
sjóferðum. Gæftir voru góðar. Heildarafl-
inn í Ólafsvík frá 1. jan. — 31. maí var
8.334 lestir.
Grundarfjöröur. Þaðan stunduðu 12 bát-
ar veiðar og var afli þeirra alls 165 lestir
í 62 sjóferðum, þar af var rækja 26 lestir
og hörpudiskur 12 lestir. Gæftir voru góð-
ar. Heildaraflinn í Grundarfirði frá 1. jan.
— 31. maí var alls 2.904 lestir, þar af
rækja 103 lestir og hörpudiskur 38 lestir.
Stykkishólmur. Þaðan stunduðu 3 bátar
veiðar, þar af 2 með handfæri og 1 með
skelplóg. Aflinn var alls 67 lestir í 16 sjó-
ferðum, þar af hörpudiskur 36 lestir. Auk
þessa var afli smábáta 44 lestir. Heildar-
aflinn í Stykkishólmi frá 1. jan. —31. maí
var alls 2.374 lestir, þar af hörpudiskur
1468 lestir.
VESTFIRÐINGAFJ ÓRÐUN GUR
í maí 1971.
Fáir bátar stunduðu róðra eftir miðjan
maí. Línubátarnir hættu allir veiðum á
vertíðarlokum og voru komnir í þrif og
vélahreinsun. Minni bátarnir, sem stund-
að hafa rækjuveiðar í vetur, voru einnig
flestir í þrifum. Togbátarnir héldu aftur
á móti allir áfram veiðum í maí, en afli var
yfirleitt ákaflega tregur í trollið.
Heildaraflinn í fjórðungnum síðari
hluta maí-mánaðar varð nú 1.215 lestir,
en var 2.500 lestir á sama tíma í fyrra.
Heildaraflinn í einstökum verstöðvum
í maí:
Patreksfjörður Lestir
12 handfærabátar .............. 50
Tálknafjörður:
6 handfærabátar ............. 17,3
Bíldudalur:
Pétur Thorsteinsson tv. .. 30,0 í 1 róðri
Þingeyri:
Sléttanes ................... 28,0 í 1 róðri
6 handfærabátar ............. 29,2
Flateyri:
Sóley tv.................... 127,8 í 2 róðrum
Asgeir Torfason 1............ 39,0
Bragi 1...................... 23,0
10 handfærabátar ............ 21,1
Aðkomubátar ................ 134,4
Suðureyri:
Enginn afli