Ægir

Árgangur

Ægir - 15.06.1971, Blaðsíða 16

Ægir - 15.06.1971, Blaðsíða 16
146 ÆGIR Gunnar Jónsson, fiskifræóingur: Haf- og fiskirannsóknir Fiskar veiddir á miklu dýpi undan suð- vesturströndinni í marz og apríl 1971 I leiðangri Hafrannsóknastofnunarinn- ar á r/s Bjarna Sæmundssyni í marz- apríl sl. voru tekin tilraunahöl á 680—870 metra dýpi á þremur stöðvum (B3—71— 50, 51 og 114) undan suðvesturströndinni (mynd 1). Tekið var eitt hal á hverri stöð og togtími var 1 klst. í hali. Poki vörp- unnar var klæddur fínriðnu neti. Einsog við var að búast komu í vörpuna ýmis merkileg dýr — bæði fiskar og hryggleys- ingjar — sem ekki ber fyrir augu fiski- manna á hverjum degi. Búið er að greina 114 ^ • • 51 Mynd 1. til tegunda flesta þá fiska sem veiddust og unnt reyndist að greina, en laxsíldirnar er eftir að athuga nánar og nokkrir fiskanna voru svo skemmdir að þeir reyndust ógreinanlegir með öllu. Verða nú taldar upp þær fisktegundir, sem veiddust á stöðvunum þremur. Stöð: B3—71—50 19. marz 1971 63°01'N — 22°02' V dýpi: 680—740 metrar. Háfur, Squalus acantliias L. 2 stk. 110 og 114 cm. Geirnyt, Chimaera monstrosa L. 2 stk. 71 og 79 cm. Bersnati, Xenodermiclithys socialis Vaillant 1 stk. 16 cm. Gulllax, Argentina silus Ascanius 504 stk. 36—53 cm. Laxsíldir, Myctophidae spp. 4 stk. 14, 14, 15 og 15 cm. Lánghalabróðir, Trachyrhynchus murrayi (Giin' ther) 3 stk. 17, 17 og 20 cm. Slétti lánghali, Coryphaenoides rupestris Gunner 65 stk. 50—97 cm. llauða sævesla, Ciliata septentrionalis (Collett) 1 stk. 20 cm. Kolmunni, Micromesistius poutassou (Risso) 360 stk. 18—46 cm. Blálánga, Molva dypterygia dypterygia (Pennant) 71 stk. 40—118 cm. Bláriddari, Lepidion eques (Gunther) 76 stk. 9—42 cm. Stinglax, Aphanopus carbo Lowe 4 stk. 84—121 cm. Djúpkarfi, Sebastes marinus mentella Travin 481 stk. 39—50 cm. Tómasarhnýtill, Cottunculus thomsonii (Giinter) 1 stk. 7 cm. Stórkjafta, Lepidorhombus whiffiagonis (Wal- baum) 51 stk. 27—53 cm. Langlúra, Glyptoceplialus cynoglossus (L.) 5 stk. 26—33 cm. Skrápflúra, Hippoglossoides platessoides liman- doides (Bloch) 9 stk. 17—30 cm.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.