Ægir

Árgangur

Ægir - 15.06.1971, Blaðsíða 8

Ægir - 15.06.1971, Blaðsíða 8
138 ÆGIR Sjávarútvegur í O.E.C.D. ríkjunum 1970 Nýlega kom út á vegum fiskveiöi- deildar Efnahags- og framfarastofn- unarinnar (O.E.C.D.) bráðabirgðayf- irlit yfir gang mála í sjávarútvegi að- ildarríkja stofnunarinnar á árinu 1970. Þótti rétt að birta hér meginpunkta þessa yfirlits og fer það hér á eftir í endursögn með innskotum okkar. J. Bl. V eiðiflotinn. 1 skýrslunni segir, að búast hefði mátt við bylgju af nýbyggingum skipa, þegar hafðar séu í huga þær aðstæður, sem ríkj- andi væru í atvinnuvcginum, þ. e. hið hag- stæða verðlag og góður afli, ásamt því, að undanfarið hafi endurnýjun skipakostsins verið hægari en nauðsynlegt væri til við- halds skipakostinum. Hins vegar hafi ekki bólað á neinni sérstakri viðleitni í þessa átt, einkum að því er varðar úthafsflotana. Meginskýringin á þessu sé, að verð á nýjum skipum hafi farið verulega hækkandi. Komi þar bæði til að kröfur um tækjabúnað hafi vaxið verulega og eins að eftirspurn eftir skipum til flutninga sé veruleg, en það hafi haft í för með sér verulegan þrýsting á afkastagetu skipa- smíðastöðva, og þar með leitt til hærra verðs. Sem dæmi er tekið Holland, þar sem byggingarkostnaður hefur hækkað um 25% frá 1967 og um 78% frá 1960. Þetta, ásamt því, að verðlag á fiski hef- ur ekki hækkað samsvarandi, veldur því, að arðsemi fjárfestingar í fiskveiðum hafi haft tilhneigingu til að minnka, og dragi þar með úr áhuga á fjárfestingu í þessari grein. 1 heild minnkaði úthafsveiðiflotinn á árinu 1970. Einnig varð nokkur fækkun í smæstu stærðarflokkunum, en hins veg- ar hefur fjölgað nokkuð í millistærðum. Mannafli. Þróun undanfarinna ára — fækkun fólks, sem stundar fiskveiðar — hélt áfram á árinu. Hins vegar virðist sem viðhorfið gagnvart henni sé að breytast. Þar sem hún áður var talin æskileg vegna þeirrai' efnahagslegu aðlögunar sem hún hafði í för með sér, þ. e. tilfærslu mannafla í arð- bærari greinar, þá er nú reynt að hamla á móti því, að hún eigi sér stað, t. d. með styrkjum til nemenda í sjómennsku og veiðitækni. Kann þar að valda að arðsemi pr. einstakling í fiskveiðum hefur vaxið með svipuðu aflamagni og minni mannafla auk hinna félagslegu og efnahagslegu af- leiðinga, sem það hefði ef fiskveiðar legð- ust af. Hinsvegar virðist sem störf í landi hafi meira aðdráttarafl fyrir ungt fólk og meðalaldur sjómanna á fiskveiðiflotanum fari sífellt hækkandi. Kann því svo að fara, að engir verði til að taka við, er þessii' menn hætta störfum og er þá meira í veði en að fiskveiðiflotanum verði lagt. Víða hefur orðið fækkun í tölu sjó- manna, sem nemur um 25% á síðastliðnum áratug. Ef svo heldur fram, eða jafnvel með vaxandi hraða, sem hækkandi meðal- aldur gefur tilefni til að ætla, eru fram- tíðarhorfur í mannaflamálum síður en svo bjartar. Veiðar. Afli í heild á árinu var góður og sá sam- dráttur, sem átti sér stað á árinu 1969 náð- ist upp og meira til. Einn hængur er þó þar á, sem er, að aflaaukningin varð í þeim tegundum, sem nýttar eru í mjöl en hins vegar var afli, sem nýttur er til manneldis sem mest óbreyttur. Nokkuð bai’ á tilfærslum milli tegunda og tegundir sem voru tiltölulega lítið veiddar fyrir nokkr- um árum eru orðnar mikilvægar. Á það einkum við um bræðslufisk, svo sem loðnu, spæi'ling o. fl. Norðmenn hafa t. d. rúm- lega þi-efaldað loðnuaflann á 4 árum eða úr 403 þiis. lesta 1967 í 1307 þús. lestir

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.