Ægir

Árgangur

Ægir - 15.06.1971, Blaðsíða 18

Ægir - 15.06.1971, Blaðsíða 18
148 ÆGIR Mynd 4: Pólskata. Gulllax, Argentina silus Ascanius 94 stk. 37—53 cm. Broddabakur, Notacanthus chemnitzii Bloch 1 stk. 87 cm. Slétti langhali, Coryphaenoides rupestris Gunner 181 stk. 31—100 cm. Keila, Brosme brosme (Ascanius) 3 stk. 52—63 cm. Kolmunni, Micromesistius poutassou (Risso) I stk. 21 cm. Blálanga, Molva dypterygia dypterygia (Pennant) II stk. 47—104 cm. Bláriddari, Lepidion eques (Giinther) 118 stk. 15—44 cm. Búrfiskur, Hoplostethus islandicum Kotthaus 1 stk. 69 cm. Djúpkarfi, Sebastes marinus mentella Travin 14 stk. 32—48 cm. Stórkjafta, Lepidorliombus whiffiagonis (Wal- baum) 15 stk. 29—38 cm. Ef við berum saman aflann á þessum þremur stöðvum sjáum við að á stöð 50 ber mest á djúpkarfa og gulllaxi auk blá- löngu, slétta langhala og kolmunna. Allt eru þetta nýtanlegar fisktegundir. Enn- fremur er dálítið af bláriddara og stór- kjöftu. Bersnati, langhalabróðir, rauða sævesla, stinglax og tómasarhnýtill eru sjaldséðar fisktegundir hér við land og lítið er vitað um laxsíldirnar nema þær munu vera vinsæl fæða ýmissa fiskteg- unda m. a. þorsks. öruggt er að mikið mun vera um þær á djúpmiðum við landið. Á stöð 51 sem er aðeins sunnar og dýpra en stöð 50 veiddust allmiklu fleiri tegund- ir en á stöð 50. Mest ber á slétta langhala og eitthvað á bláriddara. Af nýtanlegum fisktegundum auk langhala sést gulllax, blálanga og stórkjafta en ekki í teljandi magni þó. Svartháfur og loðháfur eru sjaldséðir á grunnmiðum en sennilega er mikið um þá á djúpmiðum sunnan- og suð- vestanlands. Gjölnir, bersnati, Searsia sp., Holtbyrnia sp., slóans gelgja, kolbíldur, skjár, gapaldur (Eurypharynx peleca- noides) *) sem ekki hefur fundizt við ís- land fyrr svo að vitað sé, langhalabróðir, silfurþvari og stinglax eru sjaldséðar fisk- tegundir hér við land. Stöð 114 er tekin nokkru vestar en hin- ar tvær en á líkri breiddargi’áðu. Þarna eru ýmsar brjóskfiskategundir mest áberandi með þorsteinsháf í broddi fylkingar og svartháf fast á eftir. Einnig er talsvert um geirnyt. 'Útlitsins vegna vekja þó trjónu- fiskur og langnefur e. t. v. mesta athyglj (mynd 2 og 3). Af beinfiskum er slétti langhali mest áberandi. Þá koma gulllax og bláriddari. Minna ber á djúpkarfa og blálöngu í þetta skiptið en auk hennar veiðast keila og einn kolmunni af ætt þorskfiska. Ein flatfisktegund — stór- kjafta — er í aflanum. Enda þótt enginn vafi leiki á því að tölu- vert sé af ýmsum háfategundum á djúp- miðum undan suður- og suðvesturströnd- inni þá eru þær tegundir, sem veiðast á þessari stöð flestar ef ekki allar sjaldséð- ar einkum þó jensenháfur og gljáháfur. Pólskata (mynd 4) er mjög sjaldséð á ls- landsmiðum og er m. a. ekki talin með í Fiskatali Hafrannsóknastofnunarinnar 1970. Af beinfiskum eru það gjöldnir, broddabakur og búrfiskur sem eru sjald- séðastir. Abstract: The preceding article is a preli- minary report on the fish species caught by the r/v Bjarni Sæmundsson in three experimental hauls from three localities off the southwest coast of Iceland in March and April 1971. (Myndir 2—4 eru úr ritinu Fishes of the Atlantic coast of Canada, Ottawa 1966). * Þar sem tegnndin hafði ekki veiðzt fyrr hér við land vantaði íslenzkt nafn og stakk Ing1" mar Óskarsson upp á nafninu gapaldur.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.