Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1971, Síða 12

Ægir - 01.10.1971, Síða 12
266 ÆGIR Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræðingur og Sigfús A. Schopka fiskifræðingur: Haf- og fiskirannsóknir UNGFISKRANNSÓKNIR VIÐ ÍSLAND OG AUSTUR-GRÆNLAND Inngangur Sú rannsóknastarfsemi, sem hér um ræðir, er tiltölulega ný af nálinni hérlendis og þykir okkur því rétt að gera lauslega grein fyrir eðli hennar og aðferðum áður en sagt verður frá niðurstöðum þeim, sem fyrir liggja eftir sumarið. Ungfiskrannsóknir fara þannig fram, að siglt er yfir svæði það, sem kanna skal, eftir fyrirfram ákveðnum leiðarlínum. Með dýptarmælum, asdiktækjum og sér- stökum tækjum, sem mæla styrkleika þeirra lóðninga, sem fram koma í töluleg- um einingum í stað myndar á pappír, er fengin vitneskja um heildarmagn fisk- ungviðis frá vorklaki ársins ásamt dreif- ingu þess yfir svæðið. Sýni af því dýpi, sem ungfisklóðningar fást á, eru tekin með sérstökum flotvörpum og þannig fengin vísbending um hlutdeild hverrar fiskteg- undar fyrir sig. Á þennan hátt er hægt að gera sér grein fyrir útbreiðslusvæði og magni tegundanna og með samanburði milli ára, og við aflamagn síðar, ætti síð- an að vera mögulegt að ákvarða afkasta- getu árgangsins. Reynt hefur verið að kanna magn fiskseiða strax að loknu klaki og afla þannig upplýsinga um stærð viðkomandi árgangs, en sú aðferð hefur ekki gefið tilætlaðan árangur vegna þess hve afföllin eru mikil á kviðpokaskeiði seiðanna. Seiðin, sem hér um ræðir, eru hinsvegar komin yfir hættulegasta tíma- bilið, og þrátt fyrir smæð sína orðin það stór, að þau koma fram á nýjustu gerðum leitartækja, sé þeim beitt nálægt fullri orku, enda þótt ekki sé beinlínis um torfu- myndanir að ræða. Að sjálfsögðu er jafn- framt gerð könnun á ástandi sj ávar og átu- skilyrðum á hafsvæðinu. Rannsóknir af þessu tagi hófu Norð- menn snemma á seinasta áratug og frá árinu 1965 hafa árlega farið fram sam- eiginlegar rannsóknir Englendinga, Norð- manna og Rússa í Barentshafi í því skyni að afla upplýsinga um magn ungfisks á þeim slóðum. Að fenginni reynslu eru menn þess fullvissir, að við búum nú yfh' nægilegri tækni til þess að viðunandi nið- urstöður fáist, enda muni tæknin aukast á komandi árum og áreiðanleiki rannsókn- anna þá vaxa að sama skapi. Hér við land var í fyrra sumar í fyrsta sinn gerð könnun á ungfiskmagni með framangreindum aðferðum. Aðalástæður þess, að ekki var fyrr hafizt handa á ls- lands- og Grænlandsmiðum, eru fyrst og fremst þær, að rannsóknir sem þessar eru skipafrekari en svo, að við getum gert þeim viðunandi skil af eigin rammleik. Þátttöku annarra þjóða var ekki hægt að koma í kring fyrr en séð varð hversu til tækist í Barentshafi. I fyrrasumar var höfð samvinna við Norðmenn og Þjóðverja á tímabilinu ágúst—september. I ár bætt- ust Bretar í hópinn og var meginhluti rannsóknanna framkvæmdur seinni hluta júlímánaðar og fram til 20. ágúst, en það virðist að mörgu leyti heppilegur tími. Þátttaka Rússa er fyrirhuguð á næsta ári og ætti þá að verða unnt að kanna mun víðáttumeira svæði, en hægt hefur verið til þessa. Menn verða þó að gera sér ljóst, að það er fyrst eftir að ungfisk- eða öllu heldui' seiðarannsóknir af þessu tagi hafa verið

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.