Ægir

Árgangur

Ægir - 15.05.1974, Blaðsíða 10

Ægir - 15.05.1974, Blaðsíða 10
væri hægt að greiða niður öll lán af fiskibát eftir þriggja ára rekstur, enda þótt lánið sjálft kunni að hafa verið tekið til 15 ára. En það verður að bæta því við hér, að fjárfesting í fiskibát er fjárfesting í vél til að veiða fisk. Það er vissulega hægt að breyta þessari vél þannig, að hún geti veitt ýmsar mismunandi fisktegundir og gera hana fjölhæfa á ýmsan hátt, en í grundvallaratriðum hefur hún ákveðna hæfni, sem ekki er hægt að bæta við né breyta svo nokkru verulegu nemi. Ef fiskeldisstöð hefur hins vegar verið rétt stað- sett, má bæta við hana með því að f jölga tjörn- um eða geymum, búrum eða netagirðingum, þannig að stofnkostnaður fiskeldisstöðvarinn- ar verði minni og minni hluti af ársveltunni. Reynsla, fengin víða í heiminum, bendir til þess, að sem stendur séu fiskeldisstöðvar að- laðandi á þann veg, að þær eigi auð- velt með að létta pyngju fyrirtækja. En þær heilla einnig líffræðinga og dýralækna, sem hyggja á atvinnurekstur, bændur og aðra kaupsýslumenn, sem hafa áhuga sem einstak- lingar á fiskveiðum eða líffræði, eða hafa athafnað sig svo vel á viðskiptasviðinu, að þeir ráði yfir þeim fjárhæðum, sem um er að ræða. Það er hins vegar ljóst, að málið hefur aðra hlið, hlið, sem þegar hefur gert vart við sig í Bandaríkjunum, þar sem stórfyrirtæki, sem hafa myndað fyrirtækjakeðjur og farið út í framleiðslufjölbreytni, sem nær langt út fyrir upphaflegan tilgang þeirra, hafa lagt ákveðnar peningaupphæðir í fiskeldi. Á fyrstu árunum hefur kannski verið um gagnlegan skattafrádrátt að ræða, eftir því hvernig skattalögum var háttað á hverjum stað og tíma, en eftir upphaflegan taprekstrartíma varð að lokum um arðbæra fjárfestingu að ræða. Ný fiskiskip Rúmlestatala ....................... 29 brl. Mesta lengd .................... 17.40 m. Lengd milli lóðlína ............ 15.28 m. Breidd (mótuð) .................. 4.18 m. Dýpt (mótuð) .................... 1.98 m. Lestarrými ...................... 26.50 m3 Brennsluolíugeymar .............. 3.00 m3 Ferskvatnsgeymar ................ 0.80 m3 Ganghraði (reynslusigling) ...... 10.6 hn. Framhald af bls. 140. inn (háþrýstikerfi) frá Fish and Ships. Togvindur eru tvær af gerðinni SP3 (splitvindur) og hefur hvor vinda eina tromlu (togtromla). Línuvinda hefur 2.0 t tog- átak og bómuvinda 0.6 t. Þá er skipið búið 1.0 t löndunar- vindu og netatromlu, sem stað- sett er aftan við þilfarshús. Á aflúttaki á aðalvél er há- þrýstidæla fyrir vindur. Dælan er tvöföld af gerðinni Hydreco 2125. 8 rafdrifnar færavindur, Elektra, eru í skipinu. Helztu tæki í stýrishúsi eru: Ratsjá: Furuno FRC 40, 64 sml. Miðunarstöð: Koden KS 510. Sjálfstýring: Sharp Helsman. Dýptarmælir: Furuno Universalgraph (með sjálfrita og mynd- sjá). Talstöð: Sailor T 121/R 104, 140 W, S. S. B. Skipstjóri á Arnarnesi ÍS er Jón Kr. Jónsson og er hann jafnframt framkvæmdastjóri Arnarness h.f. Forsíðumyndin er af Arnar- nesi ÍS 133. Leiðréttingar Rétt þykir að leiðrétta tölur í tveim töflum, sem birtust í 19. tbl. 1973 og 1. tbl. 1974. Á bls. 368 er tafla um veiði erlendra þjóða við Island. Niðurstöðutala 1972 á að vera 309,0, en ekki 299,0. Nú liggja fyrir tölur um afla Austur-Þjóðverja við ísland og munu þær verða birtar innan tíðar. Á bls. 2 í 1. tbl. 1974 er tafla um heildaraflann 1973 og 1972. Þar er „Annar afli“ 1972 talinn 4.8 þús. lestir, en á að vera 1.4. Niðurstöðutalan verður í samræmi við það 725,6 þús. lestir í stað 720,2. 124 — Æ GIR

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.