Ægir - 15.05.1974, Blaðsíða 19
Skólakynning Stýrimanna-
skólans í Reykjavík
Laugardaginn 20. apríl var haldinn í Stýri-
rnannaskólanum kynning á náminu í skólan-
Ufn og þeim atvinnuréttindum, sem nemend-
ur ö'ðlast með náminu þar. Allar upplýsingar
voru veittar um skólann, svo sem námsefnið,
Lvaða bækur kenndar, kennslufyrirkomulag-
ið, inngönguskilyrði, atvinnuréttindi úr hverju
námsstigi og sýnd voru hin ýmsu tæki, sem
uotuð eru við kennsluna.
Þarna var að vonum margt forvitnilegt að
síá, því að skólinn er orðinn velbúinn að
isekjum. Kennarar og nemendur voru til leið-
beiningar og sýndu notkun tækjanna. í einní
stofunni lágu frammi kennslubækur og bæk-
lingar um skólann, í annarri var gýrókompás,
segulkompás, miðunarstikur, sextantar, sjóúr,
sjókort, staðarvísir og líkan, sem sýndi af-
stöðu tungls og sólar til jarðarinnar, í þriðju
stofunni voru fiskileitartæki, uppi í turninum
fadar (í gangi) og úti í nýbyggingunni, sjálf-
stýring, (fullk. eftirlíking), lóranmiðunar-
stöð tengd sendi til að líkja eftir raunveruleg-
Urn aðstæðum, ljósmiðunarstöð og nýjasta
gerð af gýrókompás (Anschútz kompás). 1
hátíðasal skólans voru kvikmyndasýningar og
syndar japanskar og þýzkar myndir af veiðum
skuttogara og kennslu fiskimannsefna.
Kaffistofan niðri var opin gestum.
Kynningin var vel undirbúin af skólans
hálfu, en aðsókn var fremur lítil og líkast
L1 hefur orsökin verið sú, að ekki var hægt
að vekja athygli á henni í blöðum. Kynningar-
Plagg, sem átti að senda í alla gagnfræða- og
nienntaskóla virðist ekki hafa borizt í þær
stofnanir í tæka tíð. Kynning fór því fram-
hjá fjölmörgum, sem hefðu sótt hana, ef þeir
hefðu haft hugmynd um að þessi kynning
íseri fram.
En þó að svona tækist til um aðsóknina í
Þetta skipti, er vonandi, að þessi starfsemi
verði ekki látin niður falla, heldur verði kynn-
ingin endurtekin næsta vor.
Það er nú svo, þótt undarlegt megi virðast,
að það er fyrirsjáanlegur hörgull á skipstjórn-
armönnum, ef svo fer fram sem horfir um að
sóknina að stýrimannaskólunum og 1. stigs
deildunum, sem starfrækja átti á nokkrum
stöðum úti á landi, en það starf hefur fallið
niður vegna skorts á þátttöku, nema í Vest-
mannaeyjum, þar eru 11 nemendur í vetur. í
Stýrimannaskólanum í Reykjavík eru 160
nemendur, 19 í undirbúningsdeild, 62 í I. stigi,
45 í II. stigi, 24 í III. stigi og 10 í IV. stigi.
Það eru nemendur, sem lokið hafa II. stigi,
sem fiskiflotinn hefur mesta þörf fyrir, þar
sem þeir nemendur hafa hlotið rétt til að vera
skipstjórnarmenn á fiskiskipum af hvaða
stærð sem er að tilskyldum lögboðnum sigl-
ingatíma.
Eins og sést af framansögðu, þá voru nem-
endur í II. stigi ekki nema 45 í skólanum í
vetur, og flestir þeirra halda áfram námi í III
stigi, sem ekki er nema gott eitt um að segja,
en eins og að líkum lætur, þá tekur farskipa-
stóllinn svo bróðurpartinn af þeim, sem út-
skrifast úr III. stigi, og það má segja, að um
fullnægjandi endumýjun sé að ræða á þeim
flota. Það eru breytingar á því frá ári til árs
í hvaða hlutföllum nemendur leita á hinar
ýmsu gerðir flotans, en af þessum 45 væri
óráðlegt að gera ráð fyrir að nema um það
bil helmingur kæmi til starfa á fiskiflotanum.
Þörfin fyrir eðlilega endurnýjun manna með
skipstjórnarréttindi á fiskiskipum getur varla
verið minni en 50—60 manns með II. stigs
próf árlega.
Ef það fer að vanta 20—30 manns til eðli-
legrar endurnýjunar skipstjórnarmanna á
fiskiflotann, þá sjá allir hvernig það endar.
Æ GIR — 133