Ægir - 15.05.1974, Blaðsíða 7
RIT FISKIFÉLAGS ÍSLANDS
67.ÁRG. 7.TBL. 15. MAÍ 1974
EFNISYFIRLIT:
Utg’erðarnám 121
©
Ingimar Jóhannsson:
Um fiskirækt 122
•
Útgerð og aflabrögð 125
Loðnuvertíðin 130
•
Skólakynning
Stýrimannaskólans
i Reykjavík 133
•
Fiskaflinn í ágúst 1973
og 1972 134
•
Utfluttar sjávarafurðir
í febrúar 1974 og 1973 136
•
Ný fiskiskip:
Haförn EA 155 138
Garðar II SH 164 138
Múli ÓF 5 139
Arnarnes IS 133- 140
ÚTGEFANDI:
FISKIFÉLAG (SLANDS
HÖFN, INGÓLFSSTRÆTI
SlMI 10500
RITSTJÓRN:
MÁR ELlSSON (ábm.)
JÓNAS BLÖNDAL
AUGLÝSINGAR:
GUÐMUNDUR
INGIMARSSON
UMBROT:
GÍSLI ÓLAFSSON
PRENTUN:
ÍSAFOLD
ÁSKRIFTARVERÐ
750 KR
ÁRGANGURINN
KEMUR ÚT
HÁLFSMÁNAÐARLEGA
Útgerðarnám
Um þessar mundir er mikill
áhugi fyrir því bæði meðal út-
vegsmanna og sjómanna og
félagssamtaka þessara aðila,
að aukinn sé verulega kynn-
ingarstarfsemi á sjómanns-
starfinu og þá um leið sjó-
mannaskólunum. I þessu blaði
Ægis er sagt frá kynningar-
degi Stýrimannaskólans í
Reykjavík, en það féll niður úr
þeirri frásögn að geta bæk-
lings, sem nemendaráð þessa
skóla gaf út á síðast liðnum
vetri og er hið merkasta fram-
tak. í þessum bæklingi er með-
al annars efnis fjallað um
ýmsa möguleika á að auka
fjölbreytni skipstjóranáms-
ins, og sérstök útgerðarrekstr-
ardeild við Stýrimannaskól-
ana nefnd, sem einn af þeim
möguleikum. Það er ekkert
vafamál að slíkt nám kæmi
vel heim við námið í Stýri-
mannaskólanum og þá reynslu,
sem krafizt er af nemendum
þess skóla til inngöngu.
Það virðast fleiri vera farn-
ir að finna nauðsyn þess að út-
gerðarmenn menntist til starfa
síns, líkt og aðrar atvinnu-
stéttir, með öðrum hætti en
langri reynslu, og má þar
nefna þá tilraun, sem skóla-
stjóri Tækniskólans sagði í
sjónvarpsþætti fyrir skömmu
að væri á prjónunum.
Það er þegar orðin staðreynd,
að nú um þessar mundir er ein-
mitt að myndast útgerðar-
mannastétt, sem ekki hefur
langa reynslu að baki. Það er
einnig viðurkennt, að skóla-
nám getur aldrei algerlega
komið í stað reynslu í starfi,
og reynslan ekki heldur fylli-
lega í stað skólanáms, en hér
er ekki um neina valkosti að
ræða. Það er ekki langur tími
til að ala menn upp til starfa,
þegar allsstaðar vantar fólk,
heldur verður að ganga að því
með oddi og egg að sérhæfa
það í skólum til starfanna.
Til þeirrar aðferðar verður
að grípa í þessu efni, og þess
vegna eru hugleiðingar nem-
enda Stýrimannaskólans og
tilrauna skólastjóra Tækniskól-
ans mjög tímabærar. Hitt er
svo annað mál, að sú spurning
vaknar, hvort ekki verði, ef
það á að fara af stað með
þessa kennslu í tveimur skól-
um, að samræma hana með
einhverjum hætti.