Ægir

Árgangur

Ægir - 15.05.1974, Blaðsíða 16

Ægir - 15.05.1974, Blaðsíða 16
Loðnuvertíðin Vikan frá 3. marz til 9. marz. Segja má að bræla hafi verið flesta daga vikunnar á miðum sunnan lands og austan, en sunnudaginn 3. marz var þó gott veður þar, og fongu 39 skip 5600 tonn. Mest veiddist á svælinu frá Ingólfshöfða og vestur fyrir Vestmannaeyjar, en eftir það má segja, að engin veiði hafi verið á því svæði. Heldur betra veður var á miðunum í Faxaflóa og við Snæfellsnes og þar íengu 32 skip 5515 lestir miðvikudaginn þann 6. marz, en til vikuloka var hvergi veiði nema í Faxaflóa og útaf Snæ- fellsnesi, en þó óveruleg. Vikuaflinn varð samtals 19.123 lestir og er það minnsti vikuafli það sem af er vertíðar. Heildaraflinn frá vertíðarbyrjun var í viku- lokin samtals 359.129 lestir en var á sama tíma í fyrra 282.621 lest. Vikan frá 10. marz til 16. marz. Gott veiðiveður var alla vikuna, en lítil veiði á öllum miðum. Rannsóknarskipið Árni Frið- riksson leitaði um allt svæðið sunnan lands og austan ásamt nokkrum veiðiskipum, en engin loðna fannst þar. Um miðja vikuna glæddist afli í Faxaflóa og úti af Snæfellsnesi, þar fengu bátar góðan afla seinni part vik- unnar af óhrygndri loðnu, sem var mjög góð til frystingar. Miklar bollaleggingar urðu um það, hvaðan þessi loðna væri að komin, þar sem sú loðna, sem veiddist á þessu svæði í fyrri viku var öll hrygnd. Flestir töldu útilokað, að þessi ganga hefði komið hofðbundna leið, aðrir töldu, að þessi óhrygnda loðna væri komin frá Grænlandi, enn aðrir töldu, að hún hefði komið suður með Vestfjörðum og rckstuddu þá tilgátu með því, að togarar hefðu lóðað á loðnu úti af Vest- fjörðum. Margir bátar höfðu hætt loðnuveiðum, en nokkrir byrjuðu aftur þegar þessi ganga kom. Vitað var um 79 skip, sem fengu afla í vik- unni, en skipin voru 136, þegar þau voru flest. Vikuaflinn varð samtals 32.844 lestir og þá höfðu 100 skip fengið 1000 lestir eða maira. í vikulokin var heildaraflinn á vertíðinni orðinn samtals 391.973 lestir, en var á sama tíma í fyrra 345.008 lestir, en þá höfðu 92 skip fengið einhvern afla. Vikan frá 17. marz til 23. marz. Aðalveiðisvæði vikunnar var í Faxaflóa og úti af Snæfellsnesi, en lítil sem engin veiði fyrir sunnan land. Gott veður var alla vikuna og mjög góður afli úti af Snæfellsnesi. Miklir löndunarörðugleikar voru og skip urðu að sigla með afla til Bolungavíkur og Siglufjarðar svo og mikið til Vestmannaeyja. Beztu veiðidagar vikunnar voru sunnudagur- inn og mánudagurinn, en þá fengu 85 skip mjög góðan afla við Snæfellsnes, eða um 22 þús. lestir. Vikuaflinn varð samtals 52.397 lestir og þá var heildaraflinn orðinn 444.370 lestir en var á sama tíma í fyrra 385.007 lestir. í viku- lokin höfðu 102 skip fengið 1000 lestir eða meira og loðnu hafði verið landað á samtals 27 höfnum. Viken frá 24. marz til 30. marz. Aðalveiðisvæði vikunnar var sem fyrr við Snæfellsnes. Engin veiði var á öðrum svæð- um. Loðnan, sem veiddist, var langt komin eða búin að hrygna og þar af leiðandi óhæf orðin til frystingar. Fjöldi báta hcfðu nú hætt veiðum, en vitað var um að 67 skip höfðu fengið einhvern afla í vikunni. Tícarfar í vikunni var rysjótt og vart veiðiveður suma dagana. Vikuaflinn varð samtals 12.690 lestir og heildaraflinn frá vertíðarbyrjun orðinn sam- 130 — Æ GIR

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.