Ægir

Árgangur

Ægir - 15.05.1974, Blaðsíða 8

Ægir - 15.05.1974, Blaðsíða 8
Ingimar Jóhannsson: Um fiskirækt Þegar þetta efni er tekið til meðfcrðar, verðum við fyrst að gera okkur ljóst, að ef hægt væri að reikna út hugsanlega afkasta- getu þessa iðnaðar á einfaldan hátt, væri sennilega alls engin þörf að skrifa þetta stutta spjall. Sömuleiðis verðum við að gera okkur það ljóst, að þær hugmyndir, sem almenn- ingur kann að gera sér um afkastagetu, kunna í sumum tilvikum að vera víðsfjarri lagi. Þegar lýst er hinu almenna baksviði fisk- eldis verður samstundis Ijóst, að það verður að líta á þessa bernskuiðngrein í Ijósi núver- andi ástands fiskveiða og fiskiðnaðar almennt og þar sem fiskurinn í núverandi mynd fros- innar eða ofntilreiddrar vöru keppir á markaði við aðrar fæðutegundir, svo sem kjúklinga, verður samstundis ljóst, að efna- hagsgrundvöllur iðnaðarins hlýtur að falla innan skýrra og ákveðinni marka. Augljós- lega breytast þessi mörk eftir því sem til- kostnaður á öðrum sviðum matvælaiðnaðar hækkar eða breytist með sérstökum hætti. Kostnaðurinn við að veiða fisk með hefð- bundnum aðferðum heldur áfram að aukast. Fjárfestingarkostnaður fiskiskipa hefur auk- ist stórlega síðustu tíu árin og rekstrarkostn- aður hefur orðið fyrir samskonar áhrifum af hinni almennu hækkun og verðbólgu, sem hef- ur átt sér stað. Eigandi fiskiðjuvers, sem berst við að reka fyrirtæki sitt með ágóða þrátt fyrir miklar sveiflur í aflamagni, gæti öðlast aukið öryggi við það að hafa fiskeldisstöð í hæfilegri fjar- lægð sem getur jafnað fiskbirgðir verksmiðju hans. Ef bessu er snúið við og horft á það frá sjónarmiði þess sem vill fjárfesta í bessari vaxandi iðngrein. er það augljóslega æskilegt, að þegar nv fiskeldisstöð er sett á laggirnar standi menn ekki frammi fyrir þeim við- bótarkostnaði að vinna fiskinn sjálfir, ef hægt er að losna við bað á aðgengilegan hátt. Auðvitað er eldi lagardýra ekki takmarkað við fiska eins og regnbogasilung og kannski lax, heldur nær það nú á dögum einnig til sjávardýra, svo sem kola og skelfisks eins og kræklings og ostra. Frá vísindalegu sjónarmiði erum við aðeins að stíga alfyrstu skrefin á sviði fiskeldis. Enn hcfur fullmótaður iðnaður ekki risið, þó að Ijóst sé að til dæmis regnboga- silungur muni reynast góð undirstaða fyr- ir fiskeldisiðnað um nokkurra ára skeið í viðbót. En visindamenn eygja möguleika á að þróa og kynbæta fisktegundir, sem skila betri hagnaði í umsetningu og þess vegna betri arði af höfuðstól. í stuttu máli sagt eig- um við enn eftir af fiski, sem jafngildir naut- peningstegundum. Starfsmönnum Fiskimála- stofnunarinnar bresku, sem eru að gera til- raunir með kola í Hunterston og Ardtoe, er það ljóst, að þessa fisktegund er aðeins verið að nota sem „tæki“ fyrir tækniaðferðir en ekki endilega sem markmið í sjálfu sér, þó að koli sé auðvitað með verðmestu sjávarfisk- um. Sömuleiðis má gera ráð fyrir að eftir nokkurra ára framleiðslu regnbogasilungs muni iðngreinin breytast á einhvem hátt til að taka með aðrar tegundir eða breyta þeirri tegund, sem hún byggist fyrst og fremst á. Annað atriði, sem verður æ Ijósara, er að öfugt við landbúnað, bar sem bóndinn er yfir- leitt annaðhvort sauðfjárbóndi, svinabóndi eða mjólkurafurðabóndi. er senniFgast að bróun- in í fiskeldi verði slík að hagkvæmast verði að byggja á mörgum tegundum. Það er til dæmis sennilegt að áður en langt um líður verði farið að nota fiskgeyma þar, sem koli er hafður sem botnfiskur og aðrar fiskteg- undir. svo sem regnbogasilungur, verði hafð- ur í efri vatnslögum: vel má vera, að þessi bróun haldi áfram bannig að skelfiskur verði hafður með ásamt sjávarfiskunum, þannig að samsetning regnbogasilungs, kola, ostru og krabba er engan veginn óhugsandi. Af mörgu bví sem sagt hefur verið hér að framan má ráða. að fiskeldi í víðasta skiln- ingi hefur hvergi komist nálægt því að ná 122 — Æ GIR

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.