Ægir

Árgangur

Ægir - 15.05.1974, Blaðsíða 9

Ægir - 15.05.1974, Blaðsíða 9
fullum þroska sem sérgrein, né heldur er það grein, sem hefur fundið svör við öllum þeim vandamálum, sem upp geta komið. Bæði at- vinnurekendur og vísindamonn gera sér full- vel ljóst, að þeir eiga eftir að horfast í augu við vandamál næringar og sjúkdóma, sem þeir hafa enn ekki tekizt á við og hafa því ekki tök á að bæta úr. í sama skilningi og ekki er hægt að lækna Asíuinflúensu fyrr en vitað er, hvað Asíuinflúensa er og reynsla er fengin af henni, vita fiskeldisfræðingar, að þeir eiga eftir að standa frammi fyrir vanda- rnálum, sem munu birtast þeim í mynd sjúk- dóma, sem þeir hafa sem stendur enga hug- mynd um. A sama hátt er enn að miklu leyti eftir að leysa vandamál í sambandi við næringu fisks. En í þessu tilviki er það kannski kostur að þessi nýja iðngrein er að bróast innan ramma núverandi landbúnaðartækni, þannig að sú undirbúningsvinna, sem verður nauðsynleg fyrir fiskeldi hefur þegar verið unnin að nokkru leyti á sviði landbúnaðar hvað snertir fóSur fyrir svín, kjúklinga og kálfa. Þar með er ekki sagt, að fóðuröflun verði ekki ákvarð- andi þáttur, þegar staðsetja skal fiskeldis- stöðvarnar. En í framtíðinni er sennilegt, að fóðrið fyrir fiskeldisstöðvarnar verði saman sett á svipaðan hátt og gerist í landbúnaði, og staðsetningarvandamálin verði tengd fóður- Wöndunarverksmiðjum jafnt sem eldisstöðv- unum sjálfum. Svo vikið sé í bili að staðsetn- lngu fóðurblöndunarverksmiðju, þá er líklegt, að slíkar verksmiðjur verði ekki eins upp á kornbirgðir komnar og fóðurblöndunarverk- smiðjur landbúnaðarins, og að nágrenni við birgðir fisk- og dýraúrgagns verði að minnsta kosti jafnmikiivægur þáttur í staðsetningu slíkrar verksmiðju. Við getum litið á tækni í framþróun á tvennan hátt. í fyrsta lagi má segja, að á rannsóknargrundvelli ætti að prófa og endur- Prófa til hins ítrasta öll þau atriði, sem hægt er að hugsa sér að vandræðum geti valdið. Það er hægt að losna við galla á kerfinu aður en farið er að nota það í atvinnulífinu. ffin aðferðin er að „láta vaða á súðum“; veita peningum í fiskeldi hálfgert í tilrauna- skyni í beirri von að hægt verði á einhvern hátt að sigrast á þeim vandamálum, sem upp koma, og að með tímanum verði unnt að koma rekstrinum á atvinnugrundvöll. Fyrri aðferð- in hefur tvo ókosti. í fyrsta lagi er hægt að halda áfram að slá fram vandamáli á vanda- mál ofan, þannig að rannsóknirnar, sern af þeim leiða, verði æfingar í fílabeinsturni, sem gleðji huga fræðimanna, en hafi litla eða enga þýðingu fyrir hina endanlegu markaðsvöru, sem gengið var út frá í fyrstu. í öðru lagi bendir reynsla Fiskimálastofnunarinnar brezku af því að flytja aðferðir úr rannsókn- arstöð yfir í fiskeldisstöð, jafnvel af tilrauna- stærð, til þess, að vandamál, sem unnt var að gera sér grein fyrir í rannsóknarstöðinni, voru ekki fyllilega sambærileg við þau, sem urðu fyrir mönnum, þegar út í framkvæmd- ina var komið, og ennfremur að sum þeirra vandamála, sem menn héldu sig hafa leyst á rannsóknarstöðinni, var ekki unnt að leysa á sama hátt í framkvæmd atvinnureksturs. Vís- indamennirnir, sem starfa við Fiskimála- stofnunina brezku, eru sömuleiðis sannfærðir um að þegar umfang framkvæmdanna er flutt úr framleiðslu í smáum stíl við Ardtoe upp í stærð atvinnufyrirtækis, muni aftur koma upp vandamál, sem þeir eru vissir um að ekki væri unnt að leysa á rannsóknarstofu. Hættur þær, sem leiðir af því að „láta vaða á súðum“, eru nokkuð augljósar. 1 iðngrein, bar sem alltaf verður að bíða í minnsta kosti tvö ár eftir því að nokkur ágóði skili sér, eru líkindi til þess að sérhver dráttur, sem á því verður, valdi að minnsta kosti vandræðum og í versta til- felli gjaldþroti löngu áður en fyrsti ágóðinn skilar sér. Það er því sennilegt, að sú þróun, sem á sér stað nú og á næstu árum, verði að framkvæmast einhvers staðar á milli þessara tveggja öfga. Hafa verður í huga hið harða atvinnurekstrarsjónarrnið, sem heimtar ágóða og starfsgrundvöll fyrirtækisins, en ekki má heldur g'eyma því, að hér er um iðngrein að ræða, sem er á hálfgerðu tilraunastigi og í örri þróun. Kostnaður við að setja á stofn litla fiskeldis- stöð, sem ætti að geta skilað sæmilegum hagn- aði innan þriggja ára, er ekki mikill saman- borið við núverandi kostnað við að fjárfesta í fiskibát. Eins og bent var á að framan er ekki sennilegt að hún fari að skila gróða fyrr en í fyrsta lagi á öðru eða þriðja starfsári, þannig að við hverja þá aðstoð, sem hið opin- bera kynni að veita, yrði að taka þessar að- stæður með í reikninginn. Það yrði auðvitað búizt við því að fiskibáturinn tæki að skila gróða undir eins og hann hæfi veiðar, og það er auðvitað staðreynd, að þegar bezt lætur Æ GI R — 123

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.