Ægir

Árgangur

Ægir - 15.05.1974, Blaðsíða 11

Ægir - 15.05.1974, Blaðsíða 11
Útgerð og aflabrögð SUÐUR- OG SUÐVESTURLAND í marz 1974. Gæftir voru slæmar framan af mánuðinum vegna storma, en afli víða sæmilegur, þegar farið var á sjó, og fór þetta batnandi með batnandi veðurfari. Afli bátaflotans í mánuðinum miðað við óslægðan fisk varð 33421 (43797) lestir bol fiskur, 272 (256) lestir hörpudiskur og 69 (86) lestir rækja. Tölur fyrir 1973 innan sviga. Aflinn í einstökum verstöðvum: Hornafjörður: Þar var stormur og gæftir slæmar allan mánuðinn. Þaðan stunduðu 9 (12) bátar bolfiskveiðar, allir með net og öfl- Uðu alls 1062 (2148) lestir í 149 (243) sjó- ferðum. Vestmannaeyjar: Þar var stormur og gæftir stirðar allan mánuðinn. Þaðan stunduðu 52 bátar veiðar. 2 með handfæri og öfluðu 24 iestir, 20 með net og öfluðu 3675 lestir og 30 með botnvörpu og öfluðu 1275 lestir, aflinn alls varð 4974 lestir bolfiskur í 565 löndunum. Vegna eldgossins var engin útgerð í Vest- mannaeyjum í marz 1973. Stokkseyri: Þaðan stunduðu 3 (7) bátar veiðar með net og lönduðu heima 52 (230) lestum í 8 (40) löndunum og voru gæftir mjög stirðar. Eyrarbakki: Þaðan stunduðu 5 (9) bátar veiðar með net og botnvörpu og lönduðu heima 193 (573) lestum í 39 (84) sjóferðum. Gæftir voru slæmar. Þorláksliöfn: Þar var veður gott allan mán- uðinn og gæftir sæmilegar. Þaðan stunduðu ló (65) bátar veiðar, 35 með net og öfluðu 3197 lestir, 10 með botnvörpu og öfluðu 293 lestir, aflinn alls var 3490 (6927) lestir í 464 (634) sjóferðum. Grindavík: Þaðan stunduðu 77 (81) bátur veiðar, 42 með net og öfluðu 3498 lestir, 35 með botnvörpu og öfluðu 1150 lestir. Aflinn alls varð 4648 (8369) lestir í 670 (1052) sjó- ferðum. Gæftir voru þar sæmilegar. Sandgerði: Gæftir þar voru allgóðar í mán- uðinum. Þaðan stunduðu 45 (52) bátar veiðar, 11 með línu og færi og öfluðu 320 lestir. 13 með net og öfluðu 2028 lestir, 21 með botn- vörpu og öfluðu 642 lestir. Aflinn alls varð 2990 (4365) lestir í 457 (584) sjóferðum. Keflavík: Þar voru gæftir góðar framan af mánuðinum en stirðar seinni partinn. Þar stunduðu 51 (52) bátar veiðar, 10 með línu og öfluðu 116 lestir, 9 með botnvörpu og öfluðu 253 lestir, 32 með net og öfluðu 3363 lestir. Aflinn alls varð 3732 (6536) lestir í 614 (883) sjóferðum. Auk þess landaði þar togarinn Dag- stjarnan 443 lestum úr 4 veiðiferðum. Vcgar: Gæftir voru góðar allan mánuðinn. Þaðan stunduðu 2 (3) bátar veiðar með net og öfluðu 381 (599) lestir í 53 (71) sjóferð. Hafnarfjörður: Þar lönduðu 5 (7) bátar afla, sem fenginn var á línu, net og botnvörpu. Aflinn alls varð 278 (1068) lestir í 16 (35) veiðiferðum. Ennfremur lönduðu þar togar- arnir Maí, Júní og Vestmannaey 1199 lestum. Reykjavík: Veður var gott í mánuðinum, en róðrar lítið stundaðir vegna aflatregðu. Það- an stunduðu 20 (30) bátar veiðar með færi, net og botnvörpu og öfluðu 1099 (1724) lestir í 68 (173) veiðiferðum. Ennfremur lönduðu þar 7 togarar 1515 lestum. Akranes: Þar voru gæftir stirðar fyrri hluta mánaðarins en góðar seinnipartinn. Þar stund- uðu 8 (11) bátar veiðar með línu og net og öfluðu 1150 (1615) lestir í 141 (160) sjóferð- um. Ennfremur landaði Krossvík 172 lestum úr tveim veiðiferðum. Rif: Gæftir voru góðar í mánuðinum Þar Æ GIR — 125

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.