Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1974, Síða 6

Ægir - 01.06.1974, Síða 6
Ásgeir Jakobssort: Hampiðjan 40 ára Ágrip af sögu fyrirtækisins Saga Hampiðjunnar er saga samfelldrar og harðvítugrar baráttu á öllum vígstöðvum. Skýringuna á því, að þetta fyrirtæki lagði ekki upp laupana, þegar mótbyrinn var mest- ur, er líklega að finna í skránni yfir stofn- endur fyrirtækisins. Þeir, sem eitthvað þekkja persónulega til þeirra manna, sem eru á þeim lista, vita að þetta er líkleg skýring. Þarna var enginn veik- ur hlekkur. Hver einasti af stofnendunum var þekktur að kjarki og þrautseigju í eigin störfum, sem voru þau erfiðustu sem gerðust, skipstjórn og vélstjórn á fyrstu togurunum og verkstjórn í fyrstu vélsmiðjunum. Og þó að þetta væru ekki fjársterkir menn á þess- um tíma, voru þeir áhrifamenn, því að togara- skipstjórn var mikilsmetið starf á þessum ár- um, og þar sem þeir lögðust allir jafnt í árina, hlutu þeir að verða átakameiri í barn- ingnum en sá, sem reri einn á báti. Það kann líka að hafa reynst Hampiðjunni seig líftaug, að henni var ekki ætlað að verða gróðafyrirtæki hluthafanna heldur miklu fremur þjóðþrifafyrirtæki. Það olli því ekki neinum vonbrigðum né riðlaði fylkingu hluthafanna, þó að fyrirtækið skilaði þeim ekki arði, og væri hann einhver, var hann jafnan óðara lagður í fyrirtækið sjálft. Hins vegar hafði enginn þessara manna heldur efni á því að tapa miklu fé á þessum árum, og þeir voru jafnan samtaka um að halda sem bezt utan að hlutunum og fara að öllu með gát og reisa sér ekki hurðarás um öxl. Þessir voru stofnendur og hluthafar Hamp- iðjunnar: Jón Guðlaugsson, vélsmiður. Guðmundur S. Guðmundsson, verkstjóri. Guðmann Hróbjartsson, vélstjóri. Jóhann Stefánsson, togaraskipstjóri. Halldór Gíslason, togaraskipstjóri. Kristján Kristjánsson, togaraskipstjóri. Vilhjálmur Árnason, togaraskipstjóri. Jón Björn Elíasson, togaraskipstjóri. Sigurjón Einarsson, togaraskipstjóri. Hannes Pálsson, togaraskipstjóri. Bergþór Teitsson, togaraskipstjóri. Frímann Ólafsson, skrifstofustjóri. Gunnar Einarsson, prentsmiðjustjóri. Einn hluthafanna, Jón Guðlaugsson, flutti af landi brott síðar, 6 eru látnir og hafa ekkjur þeirra eða aðrir erfingjar tekið sæti þeirra. Það var haldinn undirbúningsfundur að stofnun Hampiðjunnar 10. marz 1934, en fyrir- tækið siðan formlega stofnað 5. apríl sama ár. Stofnendur voru sem fyrr segir togaraskip- stjórar, vélstjórar og verkstjórar, 13 talsins, en hlutir voru 60 eittþúsund króna hlutir. Aðalhvatamaður stofnunarinnar var Guð- mundur S. Guðmundsson, fyrrum vélstjóri á togurum, en um þessar mundir verkstjóri í Héðni. Guðmundur hafði alllengi unnið að þessu máli og siglt í því skyni til nágranna- landanna að kynna sér veiðarfæragerð og vélakost til vinnslu úr hampi. Eins og að framan segir, urðu togaramenn- irnir, einkum skipstjórar, haldreipi Guðmund- ar, þegar kom til sjálfrar stofnunar fyrirtæk- isins. Flestir þeirra manna mundu vel Fyrra stríðið og í þeim var uggur, hvað upp á kynni að koma, ef landið einangraðist af styrjaldar- orsökum, eða framleiðsla stöðvaðist í við- skiptalöndunum af völdum styrjaldar. Þeir þekktu einnig hina sívaxandi þörf og sístækk- andi markað fyrir veiðarfæri, og loks vildu 142 — Æ GIR

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.