Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1974, Síða 9

Ægir - 01.06.1974, Síða 9
margt þjálfað starfsfólk frá verksmiðjunni. Einkum varð snemma vandkvæðum bundið að fá nægt fólk á netastofurnar til hnýtingar. Þá var horfið að því ráði að fá fólk til að hnýta í heimahúsum, einkum aldraða, sem ekki gátu sótt á vinnustaði. Einnig var sett á stofn netavinnustofa á Eyrarbakka, ef þar skyldi verða eitthvað auðveldara að fá fólk en í Reykjavík. A árinu 1941 þóttust Hampiðjumenn sjá að til tíðinda myndi draga með Japönum og Bandaríkjamönnum, en frá Bandaríkjunum fékk Hampiðjan orðið mest af sínum hampi °S var það Filippseyja-hampur. Ef Japanir næðu Filippseyjum á sitt vald, tæki fyrir inn- flutning á þeim hampi til Bandaríkjanna og það hlyti að bitna á Islendingum. Forstjóri Hampiðjunnar benti viðskiptamálaráðuneyt- ]nu á þennan möguleika og skrifaði síðan gjaldeyrisúthlutunarnefnd í júlí um sumarið °S skýrði fyrir henni, hvaða afleiðingar það kynni að hafa í þessu efni fyrir okkur, ef til ofriðar dragi á Kyrrahafi, og æskilegt væri að birgja landið upp með manilla hampi að minnsta kosti til tveggja ára (ca. 500 tonn- um). Það er nú út af fyrir sig furðuefni, að menn hér úti á íslandi skyldu sjá fyrir þróun heims- nuála betur og fyrr en margir, sem nær stóðu vettvangnum og reynast öðrum mönnum for- sPárri bæði um Evrópustyrjöldina og Kyrra- hafsstyrjöldina. Það fór líka á sömu lund og þegar Hampiðjumenn vildu birgja sig upp fyrir Evrópustyrjöldina. Gjaldeyrisnefndin anzaði þeim ekki. Líkt og ýmsir menn höfðu trúað á „frið“ Chamberlains eftir Múnchen- samkomulagið, trúðu stjórnvöld því vafalaust, að þær friðarviðræður, sem fram fóru milli Japana og Bandaríkjanna á árinu 1941, myndu tryggja friðinn á Kyrrahafi. Allir vita þó hvernig fór, að Japanir gerðu arás á Pearl Harbour í nóvember þetta haust (1941) og það fór einnig eins og Hampiðju- forstjórinn hafði spáð, að Filippseyjar lentu inn á yfirráðasvæði Japana og það tók fyrir innflutning á manillahampi til Bandaríkjanna PS þar með íslands. Þannig reið andvaraleysi rslenzkra stjórnvalda, þegar um var að ræða að tryggja sjávarútveginum veiðarfæri, sann- arlega ekki við einteyming. Fyrst var ekkert &ert til að efla innlenda veiðarfæragerð til oryggis, og síðan engin forsjón með að kaupa hirgðir í tæka tíð, hvorki þegar Evrópustyrj- öldin skall á 1939 né þegar Kyrrahafsstyrj- öldin skall á 1941. Bandaríkjamenn björguðu málinu með því að hlutast til um að Bretar létu okkur hafa sísal-hamp, og var skammturinn til íslands ákveðinn 572 tonn. Miklu verra var að hnýta úr sísalgarninu, og minnkuðu afköstin jafn- framt því sem vinnulaun stórhækkuðu eða fyrir hnýtta rúllu um 348% frá apríl 1939 til miðs árs 1942. Það var enn hægt, þegar kom fram á árið 1943, að fá tilbúnar vörpur í Englandi, og þar hafði launum verið haldið í skefjum, svo að Hampiðjuvörurnar voru orðnar dýrari en þær ensku. Innflytjendur fóru þá á stúfana og skrifuðu stjórnarvöldum og sögðu Hampiðjuvörurnar bæði dýrari, sem satt var, og verri, sem rangt var, ef dæma skcd eftir þeim gagnvottorðum margra ágætustu skipstjórnarmanna flotans, annarra en Hampiðjumanna. Það horfði þó óvænlega fyrir Hampiðjunni í þessari orustu, því að ógerningur var að lækka verðið, þar sem launakostnaður fór síhækkandi og mjög dýrt var einnig að afla hráefnisins. En þá barst henni liðsauki úr óvæntri átt. Fram- leiðendur í Bretlandi kröfðust þess, að unnið væri úr sísal-hampinum á íslandi, þar sem vélar væru fyrir hendi til þess. íslenzka við- skiptaráðið neitaði að fallast á þetta, en Bret- ar sátu við sinn keip og sögðust ekki geta skaffað okkur fullunnar vörpur og yrðum við að nýta vélarnar, sem hér væru. Það komu einnig ósk frá Washington um, að framleiðslugeta okkar íslendinga væri nýtt á köðlum og tvinna, því að verksmiðjur í Bandaríkjunum í þessum iðnaði væru ekki síður fullhlaðnar verkefnum en samskonar verksmiðjur í Bretlandi. Sem sagt íslendingar voru neyddir til þess af Bandaríkjamönnum að reka innlendar veiðarfæragerðir. Það kom sér líka betur, því að á árinu 1945 var einnig orðið svo erfitt að útvega fiskilinur úr hampi, að til vandræða horfði fyrir línuveiðiflotann, og íslenzk stjórnvöld skrifuðu þá í ofboði Hampiðjunni og báðu um, að hún tæki til að spinna hamp til línugerðar auk trolltvinnans og kaðlanna. Hampiðjan hafði orðið nóg með togarana og þetta kom fyrirtækinu í nokkurn vanda, því að líklegt var, að þessi vinnsla leiddi til þess, að fyrirtækið gæti ekki skaffað togurunum nægjanleg veiðarfæri. Úr þessu rættist með því að unnið var dag og nótt í Æ GIR — 145

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.