Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.06.1974, Qupperneq 10

Ægir - 01.06.1974, Qupperneq 10
nær fjögur ár og jafnframt fékkst nú leyfi til kaupa á vélum til að vinna fiskilínur úr mjúk- trefjahampi. Eí'tirstríðsárin og nýsköpunin. Þegar nýsköpunartogararnir fóru að koma til landsins á árinu 1947, komu þeir neta- lausir og mæddi nú mjög á Hampiðjunni að skaffa þeim vörpur og var þá komið upp, fyrir „beina og óbeina áeggjan Hampiðjunn- ar“ netahnýtingarstofum víða um land, því að enn var allt handhnýtt, þar sem leyfi hafði enn ekki fengizt fyrir hnýtingavélum. Það voru um þessar mundir að verða liðin 10 ár, sem Hampiðjan hafði séð togveiðiflotanum fyrir vörpum og garni, og einnig nokkur ár línuflotanum fyrir fiskilínum, en nú sannað- ist máltækið að stundum er gleymt þá gleypt er. Þegar komið var fram á mitt ár 1948 fór innflutningur veiðarfæra að aukast. Verk- smiðjurekstur var nú sem óðast að komast í lag í ýmsum Evrópulöndum og sumar þess- ara þjóða neyttu allra bragða til að vinna markaði. Það var náttúrlega vitað mál, að það yrði erfið samkeppni við Breta, þegar hægt var aftur að fá þaðan vörpur, sem tog- ararnir gátu keypt beint frá framleiðendum, þegar þeir sigldu og sparað flutningskostnað og heildsöluálagningu, en engin innflutnings gjöld voru á veiðarfærunum. Stjórnvöld aðhöfðust lítið til bjargar inn- lenda veiðarfæraiðnaðinum jafnvel ekki, þó að hægt væri að sanna, að um undirboð væri að ræða. Enn var líka ráðizt á Hampiðjuna og viðskiptaráðuneytinu skrifað og Hampiðju- garnið sagt miklu veikara en tiltekið er- lent garn. Fiskifélagið tók að sér að láta rannsaka þessa ásökun hlutlaust og reynd- ist hún, sem fyrr, ekki á rökum reist. Hamp- iðjugarnið reyndist bæði þola meiri snörp átök og hafa meira þanþol. Þrátt fyrir þessa niðurstöðu dróst fram- leiðsla Hampiðjunnar stórlega saman frá miðju ári 1948 og fram á mitt ár 1950. Það sem mestu olli um þetta var röng gengisskráning þessara ára. Stjórnvöld reyndu með öllu móti að halda háu gengi að nafninu til, þó að krónan væri í raun löngu fallin. Þetta hafði náttúrlega í för með sér að inn- fluttar vörur, sem engin innflutningsgjöld voru á, eins og veiðarfærum, urðu mjög ódýr- ar í samanburði við hliðstæða innlenda fram- leiðslu. I marz 1950 var genginu loks breytt og hin löngu fallna króna rétt skráð í bili, og þá tók starfsemi Hampiðjunnar nýjan fjörkipp, og það sýndi sig að fyrirtækið þurfti enga vernd- artolla heldur aðeins rétta gengisskráningu. Togararnir voru nú farnir að stunda mikið karfaveiðar og lögðu upp aflann hérlendis, og netanotkun þeirra jókst mikið á karfaveiðun- um. Hrifning margra skipstjóranna á út- lendu vörpunum var líka farin að dvína, og þeir vildu gjarnan Hampiðjuvörpur. Fólki tók nú aftur að fjölga hjá fyrirtækinu, auk þess sem fyrirtækið fékk vélhnýtingarvél á árinu 1951. Allt gekk nú skaplega næstu árin, þó að samkeppni væri hörð við innflutningsfyrir- tæki útgerðarmanna sjálfra. Alþjóðasamþykkt um breytta möskvastærð truflaði nokkuð reksturinn á árinu 1953, möskvinn var stækk- aður úr 60—80 mm í 110 mm, og féll íslenzku togaraskipstjórunum ekki breytingin og vildu margir þráast við og vissu Hampiðjumenn ekki um hríð að hvorum riðlinum þeir ættu að beina framleiðslunni. Á þessu ári mátti Hampiðjan enn biðja um hlutlaust gæðamat vegna áburðar og fór það sem fyrr, að rannsóknin leiddi í ljós, að Hamp- iðjan framleiddi sterkasta garn, sem völ væri á. Endurnýjun og sviptingar. Árið 1955 var svo komið að því að endur- nýja þurfti harðtrefjahampvélarnar eftir hið mikla álag stríðsáranna og fyrstu áranna eftir stríðið. Það ætlaði þó ekki að verða hrist fram úr erminni. Fyrirtækið var ekki fjársterkt eftir hina harðvítugu samkeppni allt frá 1948 lengst af á röngu gengi, og enn urðu hluthafarnir að fara í eigin vasa. Lánsfé til vélakaupa lá ekki á lausu, auk þess, sem viðskiptabankar takmörkuðu aukningu rekstr- arlána um þessar mundir. 1957 komu nýju vélarnar, og voru gefnir eftir allir tollar af þeim svo og aðflutnings- gjöld, sem virtist benda til aukins skilnings stjórnvalda á nauðsyn þessa iðnaðar, en mörg- um fannst þó sú skilningsaukning ná skammt, því að á þessu ári hætti hið gamal- gróna fyrirtæki Veiðarfæragerð íslands rekstri með svofelldri eigin grafskrift: — „Miðað við þau starfsskilyrði, sem veiðarfæra- 146 ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.