Ægir - 01.06.1974, Qupperneq 11
iðnaðinum hafa verið búin, töldu eigendur
sér ekki fært að halda starfseminni áfram.“
Röng gengisskráning var nú enn orðin mjög
tilfinnanleg á þessum árum og það hjálpaði
sem fyrr tollfrjálsum innflutningi útlendinga
a veiðarfærum. Jafnframt hrjáðu innflutnings-
°S gjaldeyrishömlur mjög innlend fyrirtæki
°S gerði þetta hvorttveggja Hampiðjunni sam-
keppnina óhagstæða. Þar við bættist að sann-
anlegt þótti, að skandinavisk fyrirtæki seldu
hér á markaði vörur sínar ódýrari en á heima-
markaði — en þá er kallað að um undirboð
sé að ræða.
Enn bættist það við á þessum árum, að
erfiðleikar togaraútgerðarinnar voru óvenju-
miklir og bitnaði það vitaskuld á Hampiðj-
unni.
Þegar krónan loks var færð til réttrar skrán-
lngar á fyrri hluta árs 1960 var Hampiðjan
þrotin að birgðum vegna innflutnings- og
gjaldeyrishaftanna, og varð því strax og þeim
létti að kaupa mikið magn hráefnis á nýja
genginu, en selja, svo sem venja er, það litla,
sem til var af eldri birgðum á gömlu verði.
Þetta allt hafði í för með sér mikinn rekstrar-
fjárskort á árinu 1960 og varð þá enn að auka
hlutaféð.
Örlagaárið.
Arið 1954 fóru fyrst að koma hingað þorska-
uetaslöngur ár næloni, en fram til þessa hafði
sjómönnum ekki líkað að nota gerviefni í
botnvörpur. En á árinu 1964 hafði Portúgöl-
Um tekizt að framleiða og ná hér markaði á
vörpum úr polyethylene, sem voru allt í senn
sterkari, léttari í sér og veiðnari en hamp-
vörpurnar.
Þetta var mikið örlagaár fyrir Hampiðjuna.
Eú var annað hvort að gera, að stokka enn
flnu sinni upp spilin og endurnýja vélakost-
lnn til framleiðslu úr gerviefnum — eða
Pakka saman — og það var freistandi. Sporin
hraeddu. Netagerð Vestmannaeyja hafði reynt
a sínum tíma að taka upp samkeppni við inn
fluttu nælonþorskanetin, en orðið að gefast
UPP, og það má segja að eftirfarandi orð, þó
að bau væru síðar rituð, geti kallast kveðjuorð
þeirrar veiðarfæragerðar:
..Engar hömlur voru á innflutningi nælon-
þorskaneta, en kunnugt var, að hinir erlendu
framleiðendur nutu og njóta ýmissa fríðinda,
svo sem niðurgreiðslna á hráefni, framleiðslu-
styrkja og tollverndar af hálfu ríkisstjórna
sinna landa .... Þegar þess var farið á leit
við Iðnaðarmálaráðuneytið 1958, að þessi að-
stöðumunur yrði að einhverju leyti jafnaður,
m. a. með því að viðskiptagjaldið, sem var
55% yrði lækkað niður í 30% af netagarni,
fengu þessar óskir og aðrar engan hljóm-
grunn.“
Netagerð Björns Benediktssonar hætti um
þessar mundir, og það fyrirtæki kvaddi með
þessum orðum:.......eftir margra ára reynslu
af öryggisleysi gagnvart hömlulausum inn-
flutningi neta, hversu sem áraði hér á landi
í gjaldeyrismálum eða öðrum sviðum efna-
hagslífsins, sýnilegu áhugaleysi flestra for-
ystumanna útgerðarmanna og stjórnvalda um
aðstöðu og afdrif veiðarfæraiðnaðarins og án
nokkurrar vonar um að á þessu yrði breyting,
kom ofannefnd ákvörðun (að hætta rekstri) —
af sjálfu sér .... “
Veiðarfæragerðirnar höfðu verið 8 talsins
um tíma, en árið 1964 var aðeins ein eftir,
Hampiðjan. Það fyrirtæki hafði þó sannarlega
ekki farið varhluta af erfiðleikunum og enn
stóð það nú á tímamótum. Átti að ráðast í
stórfelld vélakaup til framleiðslu vörpugams
og varpna úr gerviþráðum?
Það var auðvelt að selja húseignir Hamp-
iðjunnar á góðu verði, þetta voru miklar hús-
eignir á góðum stað í borginni. Einnig var
mjög líklega hægt að losna við hampvélarnar
með litlum skaða. En stofnendurnir og fyrstu
hluthafarnir voru ekki dauðir úr öllum æðum
og enn reiðubúnir að róa í tvísýnu. Það var
Vélasalur. Tvær vélasams tæður, sem vinna þrxöi
og þunn bönd úr hráefninu.
Æ G IR — 147