Ægir - 01.06.1974, Síða 12
ákveðið að taka upp baráttuna og endurnýja
vélakostinn til framleiðslu úr gerviefnum.
Skilningur stjórnvalda á nauðsyn innlends
veiðarfæraiðnaðar virtist einnig vera að auk-
ast og margir stjórnmálamennirnir vildu nú
styðja við bakið á þessari einu veiðarfæra-
gerð, sem eftir var. Kannski má segja, að þar
hafi eins dauði orðið annars brauð, eins og
oftar. Líkast til hafa afdrif hinna veiðargerð-
anna opnað augu manna fyrir því, að einhverra
aðgerða væri þörf, ef þessi iðngrein átti ekki
að verða aldauða í landinu.
Hampiðjumenn byrjuðu á því að flytja inn
gerviþráðinn og gátu snúið úr honum garn og
kaðla í gömlu spuna- og tvinningarvélunum.
Framleiðsla á fiskilínum úr sísalhampi
hélzt áfram, því að enn hafði ekki fundizt
gerviefni, sem næði að sökkva nógu fljótt.
Það kom svo síðar í hlut Hampiðjunnar að
finna aðferð til að vinna fiskilínur með góðum
árangri úr gerviefnum.
Á bessu ári, 1964, skipaði iðnaðarmálaráð-
herra nefnd til að fjalla um innlendan veiðar-
færaiðnað og skilaði hún áliti sínu um haustið,
og var það í megindráttum á þessa leið:
— íslenzkur veiðarfæraiðnaður hefur aldrei
notið tollverndar í þeim skilningi, sem lagður
er í það orð, aldrei verið verndaður fyrir sam-
keppni með innflutningshömlum á erlendum
veiðarfærum, og aldrei notið styrkja. Miklar
./ ■*
Hráefnið: Polyethylene- og polypropylenekom.
Dökku kornin eru litarkorn.
sveiflur og tilflutningur fólks á vinnumarkaði
hafa háð þessari iðngrein sem öðrum, verð-
bólga hefur orsakað óhagstæðan skattagrund-
völl, röng gengisskráning hefur og háð veiðar-
færaiðnaðinum. Lönd þau, sem flutt hafa inn
á hinn óverndaða íslenzka veiðarfæramarkað
hafa sjálf verndað sinn veiðarfæraiðnað með
tollum, og að því er virðist með ýmsum öðr-
um duldum hætti.
Nefndin taldi, að stefnan gagnvart íslenzk-
um veiðarfæraiðnaði bryti í bága við þjóðar-
hag, en bar væri ekki við eina ríkisstjórn að
sakast fremur en aðra — þó hefði uppbóta-
kerfið, sem hér ríkti um skeið, leikið þessa
iðngrein sérlega hart.
Nefndin varð sammála um, að hömlur á
innflutningi veiðarfæra væri til tjóns bæði
fyrir sjávarútveginn og iðngreinina sjálfa,
og þyrfti að grípa til annarra ráða til styrkt-
ar íslenzkum veiðarfæraiðnaði — og til hvaða
ráða, sem gripið yrði, mætti það ekki bitna
á íslenzkum sjávarútvegi, — og nefndin bætti
við — að þetta væri mál allrar þjóðarinnar.
Lokaniðurstöðu nefndarinnar má telja þessi
ummæli á bls. 42 í nefndarálitinu:
— Islenzkur veiðarfæraiðnaður er og hefur
verið algjör hornreka í atvinnulífi þjóðar-
innar.
Nefndin studdi álit sitt ýmsum jákvæðum
rökum fyrir því að hér væri haldið uppi inn-
lendri veiðarfæragerð, svo sem að markaður
væri hér stór, hráefni ekki dýrara til þessarar
iðngreinar hér en annars staðar — önnur lönd,
sem legðu stund á veiðarfæragerð yrðu einnig
að flytja inn hráefnið. Þessi iðngrein gæti
notið góðs af sérþekkingu sjómannastéttar-
innar og miðað framleiðsluna sérstaklega við
okkar aðstæður — og nefndin benti á, að saga
Hampiðjunnar sannaði, að veiðarfæraiðnaður
gæti þrifizt hér jafnvel við lakari aðbúnað en
gerðist í samkeppnislöndunum.
Nú hefði mátt ætla, að þegar stjórnvöld
voru sérstaklega hlynnt Hampiðjunni og
stjórnskipuð nefnd skilaði mjög jákvæðu
áliti, að þá hafi nú blásið byrlega fyrir Hamp-
iðjumönnum með endurnýjun vélakostsins
fyrir gerviefnavinnsluna og alla starfsemina.
En sú varð nú ekki raunin á. Að vísu naut
Hampiðjan margvíslegrar aðstoðar og fyrir-
greiðslu stjórnvalda og lánastofnana í sam-
bandi við vélakaupin, en þegar stjórnvöld
ætluðu að létta undir með rekstrinum með því
að leggja 2% verðjöfnunargjald á innflutt
148 — Æ GIR