Ægir - 01.06.1974, Page 14
90% framleiðslunnar var úr gerviefnum og
framleiðslan svipuð að magni og hún varð
mest að tonna tölu meðan framleitt var úr
náttúrlegum efnum, enda þótt eðlisþyngd
gerviefnanna sé ekki nema um þriðjungur
eðlisþyngdar náttúrlegu efnanna. Vöruúrval-
ið er einnig orðið miklu fjölbreyttara en það
hefur nokkru sinni áður verið í sögu fyrir-
tækisins.
Nú starfa hjá fyrirtækinu samtals 190
manns, og hefur starfsmannatalan tvöfald-
ast síðastliðin 4 ár. Unnið er á þrískiptum
vöktum allan sólarhringinn í deildinni, sem
umbreytir plastkornum í eingirni og filmu,
;og einnig í deildinni, sem fléttar garn, svo og
í spuna- og kaðalsal, en við netahnýtingu er
unnið á dagvakt.
Á síðastliðnu ári voru seld samtals 784 tonn
af framleiðslu verksmiðjunnar, en eins og
áður segir, er sú tonnatala ekki góð til við-
miðunar við fyrri slíkar tölur vegna efnis-
breytinganna, en láta mun nærri, að þetta
svaraði til að framleiðslan 1973 hefði þre-
faldast frá því sem mest var áður. Aðalfram-
leiðslan var garn og net í vörpur (189 tonn),
fiskilínur (174 tonn), kaðlar og teinatóg (234
tonn) og af öðrum vörum aðallega bindigarn,
189 tonn.
Hampiðjan á enn í höggi við harða keppi-
nauta á innanlandsmarkaði, þó að sú sam-
keppni fari í öllu friðsamlega fram. Hörðust
er samkeppnin í allskonar köðlum, en af þeim
voru flutt inn 313 tonn 1973, en Hampiðjan
seldi 234 tonn eða um 43% af heildarnotkun-
inni. Af fiskilínumarkaðnum er Hampiðjan
með um % hluta markaðsins og um % af
botnvörpunetamarkaðnum.
Við sölu á innanlandsmarkaði leggur fyrir-
tækið sem fyrr áherzlu á gæði vörunnar og
jafnframt að reyna að fullnægja ýmsum sér-
óskum notendanna, sem margir eru í beinu
sambandi við verksmiðjuna, og ræða oft per-
sónulega við forstöðumennina um framleiðsl-
una. Ekki síður er fyrirtækinu styrkur að
því, að skipta við endurseljendur hér innan-
lands, sem hafa einnig erlenda vöru sömu teg-
undar á boðstólum, þannig að þar fæst hald-
kvæmur samanburður. Útflutningur er síauk-
inn þáttur í starfsemi Hampiðjunnar, og hafa
verið gerðir samningar um útflutning að verð-
mæti um 30 milljónir króna. Selt er til Dan-
merkur, en þar er aðalviðskiptavinurinn lang-
stærsta netaverksmiðja Dana, en hún fram-
leiðir ekki sömu tegundir neta og Hampiðjan,
og notar Hampiðjunetin til að auka vöruúr-
val það, sem hún hefur á boðstólum. Færey-
ingar nota að heita má einvörðungu Hampiðju-
net, og er stærsta útgerðarfélag Færeyinga,
Kjölbro í Klakksvík, fastur viðskiptavinur
Hampiðjunnar. Gott útlit er með sölu á net-
um til Noregs og Kanadamenn hafa einnig
mikinn áhuga á botnvörpunetum Hampiðj-
unnar, og í undirbúningi er sala á köðlum til
Bandaríkjanna.
Þegar ísland gekk í EFTA var að nafninu
til settur kvóti á innflutning á fiskilínum og
köðlum, og var hann í gildi til ársloka 1972
eða tvö ár. Þessi kvóti var svo rúmur að hann
kom Hampiðjunni ekki að gagni, heldur miklu
fremur skaðaði hann fyrirtækið, þar sem hægt
var að benda á hann sem einhvers konar
,,vernd“ af hálfu hins opinbera, sem hann
alls ekki var í raun. Hampiðjan fór því fram
á að kvótinn væri felldur niður.
Á innflutt veiðarfæri er nú lagður 3% tollur
hæst og er vitaskuld lítil vernd í slíkum tolli,
svo enn er allt sem fyrr, að fyrirtækið, er
óverndað gagnvart erlendri samkeppni.
Verkefnin framundan
Það eru mörg og mikil verkefni framundan
á sviði veiðarfæraiðnaðar hérlendis. Hamp-
iðjunni er um þessar mundir að bætast véla-
kostur, sem gerir kleift að auka garnfram-
leiðsluna um rúmlega 40% og fyrir er nægur
vélakostur til að auka netaframleiðsluna að
sama skapi. Á báðum þessum sviðum er
stefnt að því að mæta aukinni eftirspurn
innanlands vegna stækkunar fiskiskipaflotans
og jafnframt er stefnt að aukningu útflutn-
ings, sem fyrr segir.
Það hefur fyrr verið nefnt í þessari grein,
að Hampiðjan hefur ekki til þessa séð sér
fært að hefja framleiðslu á þorskanetagarni
eða efni í síldar- og loðnunætur. Það lætur
nærri, að hin síðustu ár hafi innflutningur
þorskaneta verið í nánd við 400 tonn á ári og
að verðmæti yfir 200 milljónir króna (cif). Til
þessarar framleiðslu þarf hnýtingavélar og
strekkitæki af allt annarri gerð en þau tæki,
sem Hampiðjan hefur. Japanir hafa haft al-
gjöra yfirburði í framleiðslu á þorskanetum
úr næloni og virðist vart hugsanlegt, að hægt
sé að stunda arðbæra framleiðslu á þessum
150 — ÆGIR