Ægir - 15.06.1974, Page 8
Haf- og fiskirannsóknir
I________________________I
Síldarleit 1973
Jakob Jakobsson:
Á íslandsmiðum
Enda þótt síldveiðar hafi ekki verið stund-
aðar norðanlands og austan undanfarin þrjú
ár, hafa umfangsmiklir rannsóknaleiðangrar
verið farnir á þessi svæði, og í þeim verið
gerðar athuganir á ástandi sjávar, þörunga-
gróðri, átu og dreifingu uppsjávarfiska. Sex
rannsóknaskip tóku þátt í þessum svokölluðu
vorleiðöngrum í maí og júní 1973, þar af voru
4 sovésk og tvö íslensk. Norsk rannsókna-
skip hafa hins vegar ekki tekið þátt í þessum
sameiginlegu rannsóknum nokkur undanfarin
ár. Sovésku rannsóknaskipin 4 könnuðu svæð-
ið frá Svalbarða og suður undir Hjaltland
og Færeyjar milli íslands, Jan Mayern og
Noregs. Rannsóknaskipið Bjarni Sæmunds-
son var við athuganir vestan, norðan og norð-
austanlands, en Árni Friðriksson var einkum
við rannsóknir í Austurdjúpi á svæðinu frá
Austfjörðum og þaðan austur á móts við
Færeyjar. Af þessu má ljóst vera, að rann-
sóknaleiðangrar vorið 1973 voru síður en svo
umfangsminni en á síldarárunum á s. 1. ára-
tug. Munurinn er hins vegar sá, að allt fram
að árinu 1969 reyndist unnt að finna og kort-
leggja ætisgöngur norsku síldarinnar, en nú
varð síldar ekki vart á framangreindu rann-
sóknasvæði. Að því er varðar aðrar niður-
stöður þessara rannsókna, skal þess getið,
að sjávarhiti reyndist aðeins lægri en í með-
allagi vestan íslands, en úti af Norðurlandi
gætti áhrifa Atlantssjávar í ríkara mæli
heldur en verið hefur allt frá árinu 1964.
Þörungagróður úti af Norður- og Norðaustur-
landi reyndist nærri meðallagi, en áta var
fremur lítil nema helst í kalda sjónum úti
af Norðausturlandi. Enda þótt norsk rann-
162 — Æ GI R
sóknaskip hafi ekki tekið þátt í hinum sam-
eiginlegu vorrannsóknum nokkur undanfarin
ár, fer því þó víðs fjarri að Norðmenn stundi
ekki verulegar rannsóknir á norsk - íslensku
síldinni, en hún hrygnir eins og kunnugt er
við vesturströnd Noregs. Fyrstu þrjá mán-
uði ársins 1973 höfðu þeir t. d. allt að þrjú
leiguskip við síldarrannsóknir og var megin-
verkefni þeirra fólgið í því að finna og fylgja
eftir síldargöngum, er kynnu að vera á leið
inn á hrygningarstöðvarnar við vesturströnd-
ina. í örfáum orðum má segja að helstu
niðurstöður að því er varðar síldargöngur
inn á hrygningarstöðvarnar hafi verið þær,
að sild, sem vart hafði orðið við í svokölluðu
Ingeyjardjúpi úti af norðvestanverðum Norð-
ur-Noregi í nóvember 1971, hafði gengið
vestur á bóginn í janúar og dreifst, en þéttst
aftur í byrjun mars vestur af Lófót og
gengið þaðan inn á hrygningarstöðvarnar
(Röstbankann).
Meðan á þessum leitarleiðöngrum stóð, voru
reknet lögð 51 sinni, fjórum sinnum var kast-
að nót, og samtals fengust úr þessum veiði-
tilraunum 28 síldarsýni frá svæðinu úti af
Norður-Noregi, og Sunnmæri á tímabilinu
frá 10. janúar til 28. mars.
Athuganir á árgangaskipun síldarinnar
sýna, að á öllu framangreindu svæði var
árgangurinn frá 1969 lang sterkastur, eða
frá 80 — 97% og að meðaltali var þessi ár-
gangur 87% af þeirri síld er fékkst í fram-
angreindum 28 sýnum. 1 þessu sambandi er
rétt að geta þess, að eitt af einkennum norsku
vorgot-síldarinnar hefur jafnan verið gífur-
legur munur á styrkleika árganganna. Þannig
var árgangurinn frá 1959 mjög sterkur, ár-
gangamir frá 1960 og 1961 voru miðlungs-
stórir, sömuleiðis árgangarnir frá 1963 og
1964, en allir aðrir árgangar allt frá árinu