Ægir - 15.06.1974, Qupperneq 11
talsverðar lóðningar suður af Tvískerjum víð
botn Breiðamerkurdýpis, eða nánar tiltekið
■— 19 sjómílur ANA, A og ASA af Ingólfs-
höfða. Við nánari athugun kom í ljós að hér
Var á ferðinni ókynþroska tveggja ára síld
°g reyndist stærð hennar 18 — 22 cm. og
hyngd um 70 g. Geröar voru ítarlegar mæl-
lngar á magni þessarar ókynþroska síldar
°g voru niðurstöður þær, að hér væri um
tiltölulega góðan árgang að ræða og væri ekki
olíklegt að hann væri um helmingi sterkari
en næstu árgangar á undan. Þannig má géra
ráð fyrir að árgangurin frá 1971 geti verið allt
að 150 — 200 milljónir sílda, en þessi árgang-
Ur mun hrygna í fyrsta skipti sumarið 1975
°g bætast þá í hinn kynþroska hluta stofnsins.
Eins og á undanförnum árum reyndist sum-
argotssíldin í miklum meirihluta, eða um 95%
at þeim sýnum, sem tekin voru. Mynd 2
sýnir niðurstöður útreikninga á stærð sum-
argotssíldarstofnsins íslenska á árunum 1960-
1973 og spá fyrir árin 1974-1975. Myndin
anni til september 1975. Skástrikaði hluti súln-
anna sýnir stserð hrygningarstofnsins, en óstrik-
hluti þeirra sýnir hve mikið er af ókynþroska
‘^Qf/ja ára síld.
synir greinilega áhrif síldveiðibannsins, sem
verið hefur í gildi frá því snemma á árinu
1912, en við árslok 1971 var stærð hrygningar-
stofnsins komin niður í 14,2 þús. lestir. Eftir
ársfriðun hafði stærð hans aukist í 20 þús.
lestir og að meðtalinni þriggja ára síld, var
stofnstærðin komin í 34 þús. lestir. í fyrra
Var hrygningarstofninn 37 þús. lestir, en 51
Pus. lestir ef þriggja ára síldin er talin með.
Haustið 1974 er gert ráð fyrir að hrygningar-
stofninn verði kominn í 56 þús. lestir en verði
84 þús. lestir ef hinn tiltölulega stóri 1971
árgangur er meðtalinn, þar sem geri er ráð
fyrir að hann verði um 28 þús. lestir á hausti
komanda. Eins og áður segir, hrygnir þessi
árgangur í fyrsta skipti sumarið 1975 og
bætist þá í kynþroska hluta stofnsins, þannig
að hann verður þá samtals um 95 þús. lestir
haustið 1975. Við sjáum greinilega á 2. mynd
að þetta er langmesta viðbót, sem hrygn-
ingarstofninn hefur fengið á undanförnum ár-
um, þ. e. a. s. hann eykst úr 56 þús. lestum
í 95 þús. lestir milli áranna 1974 og 1975,
eða um nærri 40 þús. lestir.
Það skal sérstaklega tekið fram, að það
sem að framan er sagt um vöxt íslenska sum-
argot-síldarstofnsins, er byggt á þeirri for-
sendu að síldin verði friðuð til 1. sept. 1975.
Því er ekki að leyna að á undaförnum
mánuðum hefur sú skoðun oft. verið látin í
ljós við mig, að ekkert sé því til fyrirstöðu
að hefja síldveiðar við Suðurland nú þegar á
þessu ári. Að sjálfsögðu ber að viðurkenna
og fagna því að sumargot-síldarstofninn hef-
ur dafnað og komist úr bráðri hættu á þeim
tveimur árum sem hann hefur verið frið-
aður. Ef við hinsvegar athugum 2. mynd
nánar, sjáum við að haustið 1974 verður um
þriðjungur síldarinnar á miðunum ókynþroska
þriggja ára síld, ef miðað er við þyngd. Sé
hins vegar miðað við fjölda, lætur nærri að
um 45% Suðurlandssíldarinnar á hausti kom-
anda verði af framangreindum árgangi. Að
framansögðu er augljóst, að verði herpinóta-
veiðar leyfðar haustið 1974 er mikil hætta á
að verulegur hluti aflans verði ókynþroska
þriggja ára gömul síld. Þá ber einnig að hafa
í huga, að síldarstofninn hefur enn ekki náð
sömu stærð og hann var í árið 1967, hvað þá
ef miðað er við fyrri ár. Með því að fram-
lengja síldveiðibannið til haustsins 1975 vinnst
einkum tvennt:
1. Meginhluti aflans verður þá stór kyn-
þroska síld.
2. Stærð hrygningarstofnsins hefur nærri
tvöfaldast og ætti að hafa náð svipaðri
stærð og hann var á árunum 1966-1967,
en í ljósi fyrri reynslu verður að telja
að varla megi síldarstofninn minni vera
til þess að unnt sé að stunda arðbærar
síldveiðar sem einhverju máli skipta.
Æ GIR — 165