Ægir - 15.06.1974, Síða 23
ms, en 46% eða 4.8 milljónir í innhöfum og
vötnum.
Kínverjar sækja ekki langt frá ströndinni,
West 100 sjóm. og eru aldrei meir en viku
uti, en langmest er um dagróðra. Enda er ekki
vitað til, að þeir eigi neitt af stórskipum til
að sækja víða vegu, hinsvegar er álitið að
bátafloti þeirra sé hvorki meira né minna en
60 þúsund talsins og þar af meira en helm-
ingur undir 30 brl. með 20—100 ha. vélar. Og
einnig er talið, að það sé varla meira en 10—
15% af íiskiflota þeirra, sem geti sótt á djúp-
uúð þeirra úti fyrir ströndinni. Á síðustu ár-
Um hafa Kínverjar tekið að búa fiskibáta
sma fiskileitartækjum og eitthvað af bátum
þeirra veiðir með hringnót og þá væntanlega
kraftblökk. Það, sem mesta athygli vekur í
sambandi við veiðar Kínverja er hin mikla
veiói. úr vötnum, sem áður er getið. Vatna-
aflinn er vatnaplöntur, tvær tegundir fiska
Tanaga og Koi (karfategund). Mest af þeirri
veiði er í héraðinu Hou-Pei, en þar er ótölu-
legur grúi vatna og díkja. En Kínverjar leggja
einnig mikla áherzlu á fiskeldi, sem þeir að
vísu hófu seint eða ekki fyrr en 1956 að marki,
en síðan af þeim mun meiri krafti, og 1971
voru fiskiræktarstöðvar 640 þús. ha. að flatar-
rnáli og 1972 tóku beir 4 milljarða eldisseiða
í eldi og er það tvöfalt meira en 1971 og aí
því sest, hvað hér er um stór stökk að ræða.
6 seiði af hverjum 10 ná markaðsstærð.
Vegna samgönguerfiðleika leggja Kínverjar
aherzlu á að dreifa fiskræktarstöðvunum sem
^nest um allt landið, þannig að hvert hérað
geti ræktað fisk til eigin þarfa. Samhliða
þessu er' svo um miklar áveituframkvæmdir
að ræða. Sá hængur er á allri þessari starf-
semi, að notkun tilbúins áburðar hefur stór-
aukizt í landinu, en það hefur aftur áhrif til
aukinnar mengunar í tjörnum, ám og vötnum,
þar sem fiskeldið fer fram.
(Eins og áður segir, er þessi kafli um Kína
1 tímaritinu Information úber die Fischwirt-
schaft þes Auslandes. samantekin eftir jap-
°nskum heimildum og því sem Japanir hafa
Sefið upp og er ekki samhljóða skýrslu FAO.
býð.)
Eyjaálfan.
Ástralíumenn juku áfram afla sinn og jafn-
framt verðmæti hans, vegna þess, að skel-
fiskaflinn og túnfisksaflinn voru hlutfallslega
meiri en áður hefur verið.
Aflinn dróst aftur á móti saman hjá Ný-
sjálendingum, þrátt fyrir aukna viðleitni til
að auka aflann. Bæði þessi lcnd óttast mjög
ofveiði af völdum útlendinga á miðum sínum,
og telja að nauðsynlegt sé að stilla sókninni
í meira hóf en nú er.
Sovétríkin.
Vegna hinnar miklu sóknar á öll heimshöf
hafa Sovétríkin aukið afla sinn á árinu 1972
um 420 þús. lestir eða 5.7%. Langmest af þess-
um afla var veiddur á úthöfunum.
Floti Sovétmanna er gífurlegastór og 1.
júlí var talið að hann væri 2.863 skip og sam-
anlögð stærð þeirra 3.46 millj. rúmlesta.
Enda þótt Sovétmenn beindu sókn sinni
sem fyrr mikið á Norður-Atlantshafið og ykju
hana þar, þá jókst sókn þeirra miklu meira í
Suðurhöfum, og þangað sendu þeir stærstu
frysti- og verksmiðjutogara, sem byggðir hafa
verið til þessa.
Rannsóknir Sovétmanna og veiðitilraunir
á þessum slóðum, Suðurhafssvæðinu, beinast
mjög að ljósátu (krill), en hún er þarna í
óhemju magni, og telja Sovétmenn, að það
muni borga sig að veiða hana til manneldis
(sjá grein í Ægi 12. og 14. tbl. 1973). Eðlilega
stendur mörgum stuggur af sístækkandi flota
Sovétríkjanna, en jafnframt því að auka sinn
eigin flota hjálpa Sovétríkin ýmsum vanþró-
uðum ríkjum, svo sem Kúbu, Chile og Perú og
sumum Afríkuríkjunum, með að byggja upp
fiskiflota sinn og kaupa af þeim fiskafurðir.
Jafnframt aukinni sókn á úthöfin leggja
Sovétmenn mikla áherzlu á auknar veiðar í
innhöfum landsins og fiskeldi í vötnum þess.
Ástæða Sovétmanna til þessara miklu
áherzlu, sem þeir leggja á fiskveiðar, alls-
staðar þar sem þeir eygja einhverja mögu-
leika, stafar, líkt og hjá öðrum fjölmennum
þjóðum, af eggjahvítuþörfinni, enda fer 72%
af afla Sovétmanna til manneldis og að auki
flytja þeir inn fisk til manneldis.
Æ GIR — 177