Ægir

Årgang

Ægir - 01.07.1974, Side 7

Ægir - 01.07.1974, Side 7
RIT FISKIFÉLAGS ÍSLANDS 67.ÁRG. 10.TBL. 1. JÚLÍ 1974 Afkoma s j á v arútvegsins EFNISYFIRLIT: A-fkoma sjá\arútvegsins 181 • Björn Dagbjartsson, Pli.D.: í’ iskui' sem næringarefni 182 Útgerð og aflabrögð 186 • Stýrimannaskólanum i Reykjavík sagt upp 192 • Vélskóla íslands sagt upp 194 • Fiskaflinn í nóvember 1973 og 1972 196 • Ný fiskiskip: Engey RE 1 198 Hrönn RE 10 200 • Lög og reglugerðir: Rög um aflatrygginga- sjóð 200 • Erlendar fréttir: Rlaus Sunnaná lætur af embætti, Kurt Vartal tekur við 3 91 ÚTGEFANDI: fiskifélag (slands höfn. ingólfsstræti SfMI 10500 RITSTJÚRN : MÁR ELlSSON (ábm.) JÓNAS BLÖNDAL AUGLÝSINGAR: GUÐMUNDUR INGIMARSSON UMBROT: GlSLI ÓLAFSSON PRENTUN: (SAFOLD ÁSKRIFTARVERÐ 750 KR ÁRGANGURINN KEMUR ÚT HÁLFSMÁNAÐARLEGA Sem næst samdóma álit þeirra, sem við rekstur fyrir- tækja í fiskveiðum eða -iðnaði, fást, er að nú sé mjög þrengt að þessum greinum atvinnu- lífsins og geti vart gengið svo miklu lengur þar sem við blasi stöðvun rekstrar. — Orsakir þessa vanda eru margvíslegar, að sumu leyti heimatilbúnar, en að hinu leytinu vegna ytri aðstæðna, aflatregðu og lækk- andi verðlags á mikilvægustu útflutningsmörkuðum. Hinn heimatilbúni þátturinn er fyrst og fremst sú þensla, sem verið hefur í efnahagslífinu og verð- og launahækkanir, sem af henni leiða. Það má bóka, að ef upp- gangur er í sjávarútvegi, vegna verðhækkana á erlend- um mörkuðum eða aukins afla, hefur það i för með sér að hann lendir, innan skamms tíma, í þessari sígildu þumal- skúfu hækkandi tilkostnaðar og fasts eða lækkandi verðlags á afurðum. Meðan kostnaðar- og tekjuhliðar vaxa álíta hratt svo sem verið hefur undanfar- ið, gengur allt, en um leið og eitthvað bregst þarf að taka heljarstökk í efnahagsmálum þjóðarinnar til að bæta um. Það skiptir ekki meginmáli í því sambandi, hvort það er tekið í reipi eða ekki. Virð- ist sem eitt slíkt stökk standi nú fyrir dyrum eða sé þegar hafið. Það er full ástæða fyrir þá, sem í sjávarútvegi starfa, ráðamenn þjóðarinnar og aðra þá, sem hagsmuni hafa að gæta, að koma sér niður á leiðir til að halda í skefjum afleiðingunum af uppgangi sjávarútvegs þannig, að hann, og þar með afkoma þjóðar- búsins, sveiflist ekki sífellt milli auðsældar og örbirgðar. Hægfara þróun gæti reynst heilladrýgri til langframa.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.