Ægir - 01.07.1974, Síða 10
ir til um, hve mörg prósent af því köfnunar-
efni, sem neytt er, verður eftir í líkamanum,
en BV (Biological Value) tekur líka tillit
til þess að sumt af því köfnunarefni (hvítu),
sem neytt er, meltist ekki. BV er mælikvarði
á það, hve mörg prósent af því köfnunar-
efni, sem melt er og tekið upp af líffærunum
verour eftir í líkamanum. Til viðmiðunar um
gæði hvítu, er ýmist notuð eggjahvíta (oval-
bumen), mjólkurhvíta (kasein) eða listi, sem
Matvæla- og landbúnaðarstofnun S. Þ. (FAO)
hefur gefið út um amínósýrusamsetningu
„óskahvítu“.
Dæmigerður hvítumatur eru t. d. egg, kjöt
og fiskur. Tafla 2 sýnir aðalefnaflokka og
magn nokkurra steinefna og fjörva í dilka-
kjöti og hænueggjum. Nokkrum fisktegundum
eru gerð nokkru ítarlegri skil í töflum 3 og 4.
Tafla 2.
Efnainnihald í 100 g af hænueggjum og dilkakjöti (Meðaltöl úr
USDA Handbook No. 8; Watts & Meryll 1962.
Hvíta Fita Steinefni, mg Fjörvi
g g Ca Fe Na A(Ae) Cmg B^mg B2mg Níasin mg
Hænuegg 12,9 11,5 54 2,3 12,9 1180 — 0,1 0,3 0,1
Dilkakjöt 15,4 27,1 10 1,1 295 — — 0,14 0,19 4,5
Tafla 3.
Aðalefnaflokkar liolds nokkurra nytjafiska. % RDA = hundr-
aðshluti af daglegri neyzluþörf.
Vatn Orka Hvíta Fita Aska Kolvetni
Tegund % h.e. g % RDA g g g
Þorskur 81,0 80 18,0 40 0,2 1,2 0
ísa 80,5 80 18,5 40 0,2 1,2 0
Lúða 76,5 120 18,5 40 4,0 1,2 0
Skarkoli 79,0 100 18,0 40 2,5 1,1 0
Langa 79,5 90 19,5 45 0,3 1,1 0
Steinbítur 81,0 90 16,5 35 2,0 1,1 0
Karfi 79,0 100 18,0 40 2,5 1,0 0
Ufsi 80,0 85 19,0 40 0,3 1,2 0
Egg.
Egg ganga næst mjólk hvað fjölbreytni
næringarefna snertir, enda hvort tveggja ætl-
að til vaxtar og viðgangs afkvæma. Engin
kolvetni eru í eggjum og ekkert C-fjörvi.
1 rauðunni er fitan, steinefnin og fjörvin.
Eggjafitan inniheldur allmikið af kólesteróli,
sem talið er geta valdið kransæðastíflu.
Kjöt.
Niðurstöðurnar í töflunni eru fremur gróf-
ar meðallagstölur, enda auðséð að sérstaklega
fituinnihaldið er mjög breytilegt eftir því
hvaðan kjötið er af skrokknum. Kjöt af öðr-
um nytjadýrum er ekki mjög frábrugðið
kindakjöti að samsetningu. Svínakjöt er þó
í heild mun feitara (bacon t.d. er nær ein-
göngu fita og vatn, að jafnaði innan við 5%
prótein), en magurt svínakjöt inniheldur mun
meira af B-fjörvum sérstaklega níasíni en
bæði dilka- og nautakjöt. Járnið í kjötmál-
tíð getur numið meira en helmingi þess járns,
sem við þurfum daglega, og nokkuð munar
um B-fjörvin sérstaklega níasín. Annars er
kjöt fyrst og fremst hvítugjafi og í dýrafitu
er kólesterólið alltaf varhugaveröur fylgi-
fiskur fyrir kyrrsetumann nútímans.
Mskur
Fiskur er fyrst og fremst hvítugjafi, þó að
184 — Æ GIR