Ægir - 01.07.1974, Qupperneq 18
Stýrimannaskólanum í
Reykjavík sagt npp
Stýrimannaskólanum í Reykjavík var sagt
upp hinn 18. maí í 83. sinn. Viðstaddir skóla-
uppsögn voru margir af eldri nemendum skól-
ans.
í upphafi ræddi skólastjóri um breytingar
á námstilhögun við skólann. Til inngöngu
í 1. bekk er nú krafist gagnfræðaprófs eða
hliðstæðs prófs. Starfrækt er sérstök undir-
búningsdeild fyrir þá sem hafa ekki tilskilinn
undirbúning. í þeirri deild eru aðeins kennd-
ar 5 námsgreinar: Stærðfræði, eðlisfræði,
íslenska, danska og enska.
Próf úr 1. bekk veitir skipstjórnarréttindi
á fiskiskipum allt að 120 tonnum. Námsefni
2. bekkjar hefur nú verið samræmt fyrir far-
menn og fiskimenn þannig að nú fá allir sömu
réttindi að loknu prófi 2. stigs, þ. e. full skip-
stjórnarréttindi á fiskiskipum af hvaða stærð
sem er og kaupskipum allt að 400 tonnum,
ennfremur undirstýrimannsréttindi á kaup-
skipum af hvaða stærð sem er. Skipstjórnar-
réttindi á fiskiskipum eru þó háð því, að menn
hafi tilskilinn siglingatíma á fiskiskipum.
Skipstjórnar- og undirstýrimannsréttindi á
kaupskipum eru og háð ákvæðum um siglinga-
tíma á slíkum skipum.
Með þessari breytingu á að verða auðveldara
fyrir alla að ljúka prófi 3. stigs, sem veitir
full skipstjórnarréttindi.
Þá gat skólastjóri þess að aðstaða til tækja-
kennslu hefði batnað verulega, eftir að skólinn
fékk tækjasal í nýbyggingunni fyrir austan
skólann.
1 vetur var haldin deild fyrir skipstjóra -
efni á varðskipum ríkisins, eða 4. stigs deild.
Sóttu hana 10 menn og luku þeir prófi í jan-
úarlok. Hæstu einkunn hlaut Einar Róbert
Árnason, 7,26 sem er ágætiseinkunn. Að loknu
prófi færð'u þeir skólanum að gjöf fagra
myndastyttu. Hefur henni verið komið fyrir
á hentugum stað í kennarastofu.
Að þessu sinni luku 23 farmannaprófi 3.
stigs og 46 annars stigs prófi. Efstur við
3. stigs prófið var Dagþór Sigmar Haralds-
son, 7,70 og hlaut hann verðlaunabikar Eim-
skipafélags íslands, farmannabikarinn. Efstur
við annars stigs prófið var Þórarinn Ólafs-
son, 7,84 og hlaut hann verðlaunabikar
Öldunnar, Öldubikarinn.
Hámarkseinkunn er 8.
Bókaverðlaun úr verðlaun- og styrktar-
sjóði Páls Halldórssonar, fyrrverandi skóla-
stjóra, hlutu eftirtaldir nemendur, sem allir
höfðu hlotið ágætiseinkunn: Dagþór Haralds-
son, Jens G. Jenson, Jóhann Kiesel, Jón Börk-
ur Ákason, Lúðvík Einarsson og Sigurður
Bergsveinsson úr 3. stigi, en Árni Sigmunds-
son, Guðmundur Kristjánsson, Guðni Einars-
son, Helgi Arason, Hreggviður Hreggviðsson,
Jóhannes Sigurðsson, Jón Steingrímsson,
Sigurður Jónsson, Þórarinn Ólafsson og Þor-
steinn Baldvinsson úr 2. stigi.
Skipstjórafélag íslands veitti Lúðvík Ein-
arssyni bókarverðlaun fyrir hámarkseinkunn
í siglingareglum.
Skólastjóri ávarpaði síðan nemendur og ósk-
aði þeim til hamingju með prófið. Benti hann
þeim á ábyrgð og skyldur yfirmanna á skipum.
Taldi hann góðar horfur á því, að þeir gætu
fljótlega notfært sér þau réttindi, sem þeir
hefðu aflað sér með skólaverunni, skipastóll-
inn væri í örum vexti og skortur væri á yfir-
mönnum á skipum. Hann brýndi fyrir þeim
að virða rétt annarra á hafinu og varaði við
þeim afleiðingum, sem hlotist gætu af því,
ef settar reglur væru ekki í heiðri hafðar.
Þá þakkaði hann nemendum samveruna og
óskaði þeim farsældar í framtíðinni.
Að lokinni ræðu skólastjóra tóku þessir til
máls:
Jón Eiríksson fyrir sextíu ára prófsveina-
Jón Eiríksson, Jón Högnason og Valdimar
Guðmundsson gáfu skólanum ljósrit af hand-
riti af siglingafræði, hið fyrsta á íslensku.
Hana samdi Árni Thorlacius 1843.
Ingólfur Möller hafði orð fyrir 40 ára próf-
192
ÆGIR